Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 25
KANNTV AÐ STÖKKVA
Á SKÍÐUM?
Björn Þór Ölafsson
skrifar hér um eina
glæsilegustu íþrótt
sem um getur,
skíSastökkið, sem er
að koðna niður hér á
landi.
—☆—■
Skíðastökk er sú grein vetraríþrótta, sem mest að-
dráttarafl hefur fyrir áhorfendur út í hinum stóra
heimi. Sjónvarpsstöðvar keppast um að fá sýningar-
rétt á hinum ýmsu stórmótum, en á sama tíma er
þessi fagra íþrótt að koðna niður hér heima, þar sem
aðstaða er þó góð á mörgum stöðum til uppbyggingar
skíðastökkbrauta. Skíðafélög út um allt land hafa byggt
upp mjög fullkomna aðstöðu fyrir alpagreinar og S.K.Í.
og I.S.Í. komið þar mjög við sögu, t.d. á Akureyri og
ísafirði á sama tíma hefur ekki verið byggð ein stökk-
braut á íslandi og er þetta þó ein af keppnisgreinum
á skíðamóti íslantls. Að láta þá staði sem sjá eiga um
stærsta íþróttaviðburð vetraríþrótta komas-t upp með
að hafa ekki löglegar aðstæður til keppni nær ekki
nokkurri átt, slíkt verður að stöðva og svipta þá rétti
til að halda slík mót. Skíðastökk var í eina tíð sú íþrótta-
grein vetraríþrótta sem dró að flesta áhorfendur á
skíðamóti Islands og enn er það svo að þrátt fyrir þá
lélegu aðstöðu sem nú er, koma flestir að horfa á
skíðastökkið. Hvað er þá til bóta?
Stóru skíðastaðirnir, Akureyri, ísafjörður, Siglu-
fjörður og Reykjavík, verða að koma upp hjá sér að-
stöðu til æfinga og keppni og fá hæfa kennara til að
leiðbeina, þá mundu ungir drengir fjölmenna til æf-
inga. Árið 1970 kom hingað frá Noregi þjálfari, Dag
Jensvoll að nafni, hann er nú landsliðsþjálfari Norð-
manna, með komu hans kom mikill kippur í stökkið
og lögðu nokkrir í það að fara til Noregs til æfinga,
en ekkert gerðist hér heima í stökkbrautargerð, svo
sú æfing kom að engum notum. Það er því krafa okk-
ar, sem skíðastökk stundum, að þegar verði hafist
handa um uppbyggingu og þessari fögru íþrótt sé sómi
sýndur á skíðamóti íslands í framtíðinni. Ég hef nú
drepið lítillega á aðstöðu stökkmanna hér á íslandi, en
sú grein sem hér fer á eftir og er vissulega ekki vísinda-
leg vona ég að geti orðið þeim drengjum sem stunda
skíðastökk leiðbeining. Ég hef stuðst við leiðbeining-
ar frá norska skíðasambandinu.
25