Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 13
FLÓTTiNN í SÆLUNA
VARD HONUM DÝR
Varga brenndi sig á
fégræðgi og freistingun-
um „vestan tjaldsins"
Kjartan L. Pálsson skrifar um
knattspyrnumanninn Zoltan
Varga frá Ungverjalandi
— Hann ætlaði sér að eiga eins
glæsilegan, ef ekki enn glæsilegri feril,
sem atvinnuknattspyrnumaður, en
sjálfur Ferenc Puskas, og hann var á
góðri leið meo að standa við það. En
fyrir íþróttaréttinum í Frankfurt varð
þessi draumur hans að engu. Dóm-
arinn tilkynnti honum, að hann væri
dæmdur í æfilangt keppnisbann og
mætti aldrei framar koma nálægt
neinu, sem hefði með knattspyrnu að
gera í Vestur-Þýzkalandi, hvorki sem
þjálfari, leiðtogi eða leikmaður.
Sá sem fékk þennan þunga dóm var
stjörnuleíkmaðurinn frá Ungverja-
landli, Zoltan Varga, sem lék með
Vestur-þýzka Bundesliguliðinu Hertha
BSC, Berlín.
Hann var einn af þrem leikmönn-
um frá Hertha Berlín, sem fyrir rétt-
inum voru dæmdir í æfilangt keppn-
isbann fyrir að þiggja mútur af öðru
iiði og láta það sigra í leiknum. Mál
þetta varð s.l. sumar frægt um allan
hinn stóra knattspyrnuheim, og var
svo magnað að stoðir hinnar frægu
Bundesligu riðuðu til falls.
Það voru forráðamenn Armenia
Bielefeld, sem barðist fyrir tilveru
sinni í deildinni, sem komu að máli
við Varga og félaga hans, Jurgen Ru-
mor, bakvörð og rúmenska lands-
liðsmanninn Lazlo Gergely, og buðu
þeim 250 þúsund vestur-þýzk mörk
fyrir að tapa leiknum — og þeir bitu
á agnið.
Þeir gerðu meira en það — þeir sáu
um að Armenia sigraði í leiknum 1:0,
en sá sigur kom mikið á óvart, því
mikill munur var á liðunum, þó svo
að Hertha hefði enga möguleika á að
sigra í deildinni þegar þetta gerðist.
Upp komst um þetta löngu síðar, er
forráðamaður annars liðs, sem rekinn
hafði verið frá því, sagði frá þessu
og öðru svipuðu, sem hann hafði haft
spurnir af. Farið var að kanna málið
— lögreglan komst í spilið — banka-
bækur voru gerðar upptækar — og
menn krafðir sagna.
Allt ætlaði um koll að keyra í Vest-
ur-Þýzkalandi — en hinum megin
„múrsins“ var þessu fagnað, og bent á
ingu í íþróttunum í Vestur-Þýzkalandi
13