Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 5

Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 5
„ALLT EK BETRA EN EKKERT44 Rætt viS Hjalta Þórarinsson, lækni ' ty&í tytytytyty. tytytytytyi mméáÆá mBm Hjalti Þórarinsson, yfirlœknir. ★★★★★★★★*********************************************^ Hjalti Þóiarin&son yfirlæknir hefur nýverið tekið við for mennsku í útbreiðslunefnd Trimmnefndar ÍSf og af því td- efni ‘jneri íþró ttablaðið sér tii bans og spurði liann um fyrir huguð störf nefndarinnar og spjallaði við bann vitt og breiti um Udlsubólartrimm. Við hitt- um bann uppi á Landsspítala í bádeginu einn dag þegar han1' liafði nokkurra mínútna hvild frá skurðarborðinu og spurðum hann um upphaf trimmsins. —• Sú trimmalda, sem gengið hefur yfir hinn vestræna heim á undanförn- um árum á upptök sín í Bandaríkjun- um. Þar byrjaði fólk á öllum aldri að hlaupa sér til heilsubótar, það sem kallað er „jogging“ og örfáum mánuð- urn voru milljónir manna farnir að nota frístundir sínar til að hlaupa. Trirnm komst í tízku ef svo má að orði komast, en upptök öldunnar má vafa’aust rekja til herferða ýmissa samtaka, sem hvöttu fólk til að vernda heilsuna, með því að trimma. — Hvernig hugsar útbreiðslunefnd- in sér að starfa? — Ég geri ráð fyrir að helzta verk- efni okkar verði að auglýsa heilsu- bótargildi trimmsins og skapa aðstöðu fyrir fólk til að trimma. Það eru ýms- ir, sem hafa kvartað yfir því að þó að þá langi til að trimma, þá hafi þeir hreinlega ekki aðstöðu til þess. — Er ráðlegt fyrir fólk á öllum aldri að byrja trimm, án þess að hafa nokkra hugmynd um sitt líkamlega ástand? — Ég vil ráðleggja öllum, sem hafa hug á að byrja að trimma, að fara að öllu með gát, byrja rólega í fyrstu og auka við sig smám saman, eftir því sem það finnur þrek sitt aukast. Ég myndi engum ráðleggja, að ætla sér það markmið á fyrsta degi að hlaupa marga kílómetra, því að líkami, sem lengi hefur starfað án kerfisbundinn- ar þiálfunar, þarf sinn aðlögunartíma og hér á ég við fólk, sem hefur ekkert gert meira en að ganga um íbúðina eða um vinnustaðinn. Fyrir slíkt fólk er ekki heooilegt að fara geist af stað. Þet.ta á eins við um menn, sem kannski á unga aldri lgðu stund á einhverjar 5

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.