Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 30

Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 30
EFTIR HIB GULLNA AUGNABLIK - HvaS varð um hetjur Ólympíuleikanna? Sigurvegarar í liinum ýmsu greinum Ólympíu leikanna hverju sinni verða heimsfrægir á nokkr- um mínútum eftir að úrslit eru kunn og hið gullna augnablik, sigurlaunin eru hengd um háls þeirra markar i flestum tilfellum tímamót í lífi þessara afhurðamanna. En frægðin hefur ekki orðið öll- um til framdráttar og þegar verðlaunaafhendingin hefur farið fram, síðustu tónar þjóðsöngsins dáið út og lófatakið þagnað, blasir grár hversdagsleik- inn við. Við skulum nú líta vio hjá nokkrum sigur- vegurum ýmissa Ólympíuleika og sjá hvernig þeim hefur farnast í lífinu, eftir hið „gullna augnablik“ PAAVO NURMI „Hljóp fyrir sjálfan mig“! Paavo Nurmi er þjóðsagna- persóna i heimalandi sínu, Finn- landi. Hann er nú 75 ára að aldri og farinn að heilsu eftir mörg hjartaáföll. Dagblöð og íþrótta- blöð hafa haft minningargrein- ar um hann tilbúnar um árabil, en það er ekki víst að þau fái að vita, er hann deyr. Nurmi er einbúi og vill sem minnst samskipti hafa við utanaðkom- andi aðila. Hann býr í íbúð við Fíbelíusargarðinn í Helsingfors og er talinn mjög vel efnaður. Hann notaði sér frægð sína vel, með því að fjárfesta í fasteign- um og herrafataverzlun hans í Helsingfors hefur reynst arðbært fyrirtæki. Nurmi vann alls 9 f ullverðlaun á Ólympíuleikun - um 1920, 1924 og 1928 auk þess þrenn silfurverðlaun. Enginn lilaupari í heiminum hefur fyrr né síðar unnið svo mörg verð- laun á leikunum. Nurmi fæddist árið 1897 sonur fátækra foreldra í Turku, hinni gömlu höfuðborg Finnlands. Hann missti föður sinn 12 ára að aldri og þá vann hann fyrir fjölskyldu sinni sem sendill og við ýmis önnur störf. Þegar hann var unglingspiltur byrjaði hann að æfa hlaup í skógunum umhverfis Turku og áður en varði snerist líf hans aðeins um tilaup og ekkert nema hlaup. 30 líann hafði alltaf verið talinn iiálfgerður leiðindaskröggur, sem fór sínar eigin götur og sviraði ekki fólki, sem jrrti á hann. Nú brá svo við að hann varð hreinlega óðamála, en hann gat ekki talað um neitt annað en hlaup. Fólk fór nú að forð- ast hann, en ekki hann það. Eft- ir að hafa lokið skyldunámi hóf hann nám í vélsmiðju, en hætti því er hann gekk í herinn, þar sem hann var gerður að vopna- viðgerðarmanni. Alltaf hélt hann áfram að hlaupa og dró sig jafnframt meira og meira inn í skel sína. Á þessum árum kvæntist hann, en skildi eftir eitt ár. Hann eignaðist son með konu sinni, sem hann hefur — sjaldan séð eða skipt sér af, fyrr en nú á síðustu árum eftir að hjartað gaf sig. Minningin um þá fátækt, sem hann ólst upp við gerði það að verkum að hann varð geysilega kröfuharður í peningamálum, eftir að hann varð frægur sem hlaupari og hann nýtti sér Ólym- píufrægðina og hetjudýrkunina í heimaiandi sínu til hins ýtr- asta. Það var sagt um hann að hann væri dýrasti íþróttamaður heims. Hann var svo sjálfselsk- ur að það jaðraði við ofstæki, en það ber einnig að hafa hugfast, að það var Nurmi, sem setti Finnland á landakortið. eins og það er orðið, og hann var tign- aður og tilbeðinn sem þjóðhetja f í heimalandi sínu. Þegar Ólym- píuleikarnir voru haldnir í Hels- ingfors árið 1952 kom bað öllum áhorfendum mjög á óvart, þeg- ar Nurmi skyndilega birtist á leikvanginum til að hlaupa síð- asta spölinn með Ólympíueld- inn. Þegar hann hljóp inn á leik- vanginn öruggum ákveðnum skrefum leyndi hinn heimsfrægi hlaupastíll sér ekki þrátt fyrir að Nurmi væri kominn á sex- tugsaldur. Nurmi hafði æft stranglega fyrir þetta augnablik og fagnaðarópin hljóta að hafa yljað honum um hjartaræturn- ar. Þegar hann hljóp eftir braut- inni varð keppendum svo um að

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.