Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 12
— Hvernig þarj að undirbúa
sig til að ná langt á OL og EM?
— Undirbúningurinn yfir vet-
urinn verður að vera mjög góð-
ur, ef grunnþjálfunin er ekki í
fullkomnu lagi verður aldrei
hægt að komast í fremstu röð.
Það getur verið leiðinlegt að æfa
yfir veturinn, en ánægjan verð-
ur þeim mun meiri um sumarið,
þegar keppnistímabilið hefst.
— Mikil og hörð keppni yfir
sumarið er einnig brýn nauðsyn.
Mjög létta vinnu, sem gefur að
sjálfsögðu lítið í aðra hönd, verð-
ur einnig að taka með í reikn-
inginn. Mig langar til að segja
frá reynslu minni í sumar. Á
móti í Moskvu seint í júní hljóp
ég á 47,9 sek. og var um 7 metr-
um á undan Philips nokkrum
frá Venezuela. Philips dvaldi
íslenzkir jrjálsíþróttamenn og
konur á Ólympíuleikunum í
Munchen: Frá vinstri eru þau
Jóhannes Sœmundsson, lands-
liðsþjáljari, Bjarni, Lára Sveins-
allt sumarið við þjálfun og
keppni í Evrópu fram að Ólym-
píuleikunum og framfarir hans
voru augljósar, því að í Miin-
chen náðum við sama tíma. Það
er ómetanlegt að dvelja ytra við
jafna keppni í góðu veðri í nokkr
ar vikur.
— Hvað er brýnasta verkejni
jyrir jrjálsíþróttajólk hér nú,
Bjarni?
— Bygging stórrar íþrótta-
hallar, þar sem hægt er að keppa
í og æfa innanhúss yfir vetur-
inn. Okkar langi vetur er mikill
Þrándur í Götu. Veðurfarið háir
okkur mikið og keppnistímabilið
yfir sumarið er stutt, þannig að
þörfin á slíkri höll er mjög brýn.
Hún þyrfti helzt að vera 80x45
m. að gólffleti. Þetta kostar að
sjálfsögðu mikið fé, en slíkt hús
dóttir, Kristín Bjömsdóttir og
sitjandi þeir Friðrik Þór Ósk-
arsson og Þorsteinn Þorsteins-
son.
væri að sjálfsögðu hægt að nota
fyrir margskonar starfsemi. Eitt
atriði vildi ég drepa á, en það
er að frjálsíþróttafólk legði sig
meira fram um að gera mótin
skemmtilegri en nú, t.d. með því
að mæta ávallt til leiks þegar
það er skráð og ekki síður vera
líflegt á mótunum. Þá er og
nauðsynlegt, að íþróttafólkið
mæti í hreinum búningum síns
félags en á slíku hefur því miður
viljað vera misbrestur. Þetta allt
hjálpar til að gera mótin
skemmtilegri og ánægjulegri
fyrir áhorfendur.
— Það verður mikið um að
vera. hjá þér í sumar?
— Allt bendir til þess að um
tvær eða þrjár utanferðir verði
að ræða. Utanferðir eru mjög
nauðsynlegar, þær auka sam-
heldnina og bæta árangurinn.
Félögin ættu einnig að taka upp
ferðir til útlanda annað slagið,
eins og áður var. Þó að lands-
keppnisferðir séu ágæta.r, þá
verða félögin einnig að hugsa
um sitt fólk, það fólk sem ekki
kemst í landskeppnisferðir, en er
mjög nálægt því.
— Hugsar þú þér að halda á-
jram keppni næstu árin?
— Ég geri fastlega ráð fyrir
því. Áhuginn er mikill og þetta
er skemmtilegt, þó að það komi
við pyngjuna, beint og óbeint.
Ungu fólki er nauðsyn á að iðka
einhverja íþrótt, það er þrosk-
andi og beinir huganum að holl-
um og spennandi verkefnum.
um óreglu meðal æskufólks og
Nú á tímum er mikið talað
sjálfsagt er töluvert um það. Sem
betur fer er afar lítið um það
hiá frjálsíþróttafólki og það eitt
er mikilsvert.
Þess skal að lokum geta, að
Bjarni Stefánsson er trúlofaður
og unnusta hans heitir Hrefna
Teitsdóttir, systir hins kunna
íbróttamanns úr KR, Úlfars
Teitssonar.
ÁRANGUR BJARNA:
1968 1969 1970 1971 1972
100 m. 11,4 sek. 11,1 sek. 10,5 sek. 10,7 sek. 10,9 sek.
200 m. 23,9 sek. 22,1 sek. 21,7 sek. 21,7 sek. 21,8 sek.
400 m. hljóp ekki hljóp ekki 49,3 sek. 47,5 sek. 46,8 sek. Meðv. 10,6 sek.
12