Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 16
og óskaði eítir skýrslu um það, og þaðan mátti búast við enn þyngri dómi — jafnvel, að þeir mættu ekki koma nálægt knattspyrnu í neinu að- ildarlandi FIFA. Fyrir hina tvo skipti það ekki svo miklu máli, þeir voru báðir á sínum síðustu árum sem knatt- spyrnumenn, og höfðu ákveðið að hætta hvort sem væri innan nokkurra mánaða. Um Varga gilti annað. Hann var á hátindi knattspyrnuferils síns og knatt- spyrnan átti hug hans og hjarta. Ekki bætti það úr skák, að hann kunni ekki til neinna annarra verka. Hann var útskúfaður meðal flestra annarra knattspyrnumanna og fyrirlitinn af félögum sínum. Þeir höfðu fengið að vita um leið og dómurinn féll, að leikurinn við Schalke 04 í bikarkeppn- inni hefði verið dæmdur þeim tapað- ur þrátt fyrir 3:0 sigur, þar sem Varga og hinir tveir hefðu einnig tekið þátt í leiknum, en í leiknum hafði Varga skorað öll þrjú mörkin. Nú hótaði konan að fara til Ung- verjalands aftur með börnin, en þang- að var hann sjálfur óvelkominn og gat búist þar við öllu hinu versta, enda höfðu blöðin gert sér mikinn mat úr framkomu hans og öllu er varðaði þetta mál. Meðal íbúa Vestur-Berlínar, sem horft höfðu á hann leika, átti hann samt dygga stuðningsmenn, og þeir börðust fyrir hann á öllum vígstöðv- um. Er það haft fyrir satt, að FIFA hafi tekið mest tillit til þess. er það kvað unp þann dóm, að Varga mætti leika áfram knattsnyrnu — með og gegn aði’um að FIFA. Þetta breytti miklu fyrir Varga. En bá hófst annar kafli niðurlægingar- innar fyrir hann. Stóru knattsriyrnu- liðin í Evrópu, sem höfðu skömmu áður boðið honum gull og græna skóea. v'ldu nú ekkert, hafa með hann hafa. Hvert á fætur öðru gáfu þau út oninberar tilkynningar um að þau kærðu sig ekkert um hann í sínar raðir. og sum þeirra bættu jafnvel við, að þau hefðu ekkert að gera með mann, sem hefði lagst svo lágt, að þigg’a fé fyrir að tapa leik fyrir fél- a“ið. sem hann starfaði fyrir. Þetta sagði t.d. framkvæmdastjóri e'ns stærsta og þekktasta knattspyrnu- félags Hollands í viðtali við blað þar, en þetta sama blað unplvsti skömmu s'ðar, að þessi sami framkvæmdastióri hpfði stohð álitlegri f'árupnhæð frá fólaginu og stungið bví í sinn vasa. í cama blaði var haft viðtal við Varga. ocr var sagt. að það hefði verið gert til að svna. að öllum gæti orðið „fóta- skortur“ í lífinu. Eftir nokkra mánaða bið kom loks fyrsta tilboðið til Varga um að leika með nokkuð þekktu liði. Var það frá Frakklandi. En þegar forustumenn knattspyrnumála þar fréttu um þetta, sögðu þeir þvert nei Þessi maður kæmi ekki inn í Frakkland sem knatt- spyrnumaður. Sögðu sum blöðin að það hefði verið gert af ótta við álits- hnekki á franskri knattspyrnu, og bættu þá gjarnan við, að hún hefði ekki úr svo háum söðli að detta, að það gerði nokkuð til, þó hann kæmi og reyndi að gera eitthvað fyrir hana. Það yrði þó til þess að vekja umtal og jafnvel til þess að fólk færi að koma á leiki — a.m.k. þá sem Varga tæki þátt í. Nú fóru einnig að berast tilboð til Varga frá öðrum löndum, m.a. Sví- þjóð, en þar var kaupið heldur lítið, Suður -Afríku, en þangað vildi konan ekki fara, og nokkrum öðrum stöðum víðsvegar um heiminn. Varga hafði ákveðið að taka tilboði frá liði í Ástralíu, sem að mestu var skipað ungverskum innflytjendum (hálf at- vinnumenn) þegar honum barst allt í einu tilboð frá Skotlandi. Það var frá 1. deildarliðinu Aber- deen, sem bauð Varga þokkalegustu laun — þó ekki væru þau neitt á við launin hjá Hertha Berlín — og hann tók því boði eftir að hafa kynnt sér aðstæður þar. Honum var vel fagnað við komuna til Aberdeen og þegar í sínum fyrsta leik fékk hann náð fyrir augum áhorfenda, sem ekki gátu ann- að en dáðst að leikni hans og kunn- áttu. Hann hefur leikið með Aberdeen á þessu keppnistímabili, skorað mörg mörk fyrir liðið og er ógnvaldur allra varna og markvarða. f leikjunum berst hann manna harðast og lætur ekkert tækifæri fara fram hjá sér til að sýna fólki hvað hann kunni og geti — og jafnframt að fá það til að gleyma því, að þessi snillingur hafi nokkurn- tímann getað lagst svo lágt, að þiggja fé fyrir að tapa knattspyrnuleik. NILFISK þegar um gæðín er að tefla.... Alltaf fjölgar Volkswagen HEKLA HF. Laugavegi 170-172 Sími 21240 FÉLAGSMERKl - VHRÐLAUNAGRIPIR VERÐLAUN APENING AR 16

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.