Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 34
EMIL ZATOPEK —
pólitísk martröS.
Þegar Emil Zatopek tók þátt
í keppni var hlaupastíll hans
líkastur því að sporðdrekar væru
í báðum skóm hans. Eftir að
hann sigraði í 5000 metra hlaup-
inu og 10000 metra hlaupinu á
Ólympíuleikunum í London 1948
skrifaði einn íþróttafréttaritari
svohljóðandi um hlaupastíl hans:
„Löngu eftir að áhorfendur voru
búnir að gleyma hinum keppnis-
greinunum kom það fyrir að
menn hrukku upp með andfæl-
um eftir að hafa dreymt þegar
Zatopek kom í mark í 10000
metrunum, að því er virtist dauð
sjúkur, stynjandi og blásandi,
með hendur um magann, eins og
hans síðasta stund væri runnin
upp“. Zatopek var frægur fyrir
hversu vel hann lék sem væri
hann hreinlega að sálast úr kvöl-
um, er hann kom í mark sigur-
vegari. Hann fékk brátt viður-
nefnið „Emil hinn hræðilegi",
því að fólk hélt hvað eftir annað
að hann myndi detta niður dauð-
ur er hann kæmi í mark. Þessi
leikaraskapur hans reis hæst, er
hann sigraði á Ólympíuleikun-
um í Finnlandi í 5000 metra
hlaupi, 10000 metra hlaupi og
maraþonhlaupi. Slíku hafði eng-
inn maður áður afrekað og Zato-
pek var talinn algert ofurmenni.
Þegar maraþonhlaupið var á
enda sagði Zatopek við frétta-
menn, eftir að hafa hvílt sig í
nokkrar mínútur: „Þetta er
hundleiðinleg keppnisgrein".
Blaðamaðurinn var furðulostinn,
því að Zatopek hafði þá engst
svo sundur og saman af kvölum
að allir héldu að hann væri að
deyja og blaðamaðurinn var við-
staddur til að heyra síðustu orð
hans.
f viðtali við brezkt blað árið
1967 talaði Zatopek um Ólym-
píuleikana og sagði: „Ólympíu-
leikarnir 1948 voru fyrir mig
einskonar frelsun andans. Eftir
öll hin svörtu styrjaldarár, allar
sprengjuárásirnar og öll manns-
lífin, sem styrjöldin tók var
endurvakning Ólympíuleikanna
eins og sólarupprás. Það var stór
kostleg tilfinning að ganga um
í Ólympíuþorpinu og sjá allt
þetta fólk frá þjóðum, sem höfðu
verið svarnir fjandmenn, um-
gangast hvort annað í vináttu".
Zatopek var um árabil ofursti
í her Tékkóslóvakíu og
hetja í kommúnistaflokknum.
Þegar hann gekk um götur Prag
safnaðist fólksfjöldi í kringum
hann til að hylla hann. Svo kom
árið 1968. Zatopek var einn
þeirra, sem undirritaði 2000 orða
yfirlýsinguna og eftir að Sovét-
menn og bandamenn þeirra
höfðu brotið með skriðdrekum
á bak aftur „vorboðann“ í
Tékkóslóvakíu var Zatopek
kominn í ónáð. Hann var rek-
inn úr flokknum og settur í
varalið hersins á smánarlegum
eftirlaunum. Um tíma vann
hann við að rannsaka vatns-
brunna, en var rekinn úr því
starfi. Hann fékk því næst vinnu
við sorphreinsun, en fólkið
þekkti hann og heimtaði að fá
að bera sorptunnurnar fyrir
hann. Þetta var túlkað sem and-
staða gegn stjórnvöldum og hann
var rekinn.
Árið 1971 gaf hann yfirlýsingu
þar sem hann tók aftur og for-
dæmdi sínar eigin frjálslyndu
skoðanir og flokkurinn tók hann
aftur í sátt. Eðlilega reitti þessi
yfirlýsing almenning í Tékkó-
slóvakíu mjög til reiði, en Gustaf
Husak formaður kommúnista-
flokksins gaf opinbera yfirlýs-
ingu, þar sem hann sagðist bera
mikla virðingu fyrir Zatopek
sem miklum manni.
Zatopek er nú í góðu starfi
hiá Jarðfræðistofnun Tékkó-
slóvakíu og vinnur við að rann-
saka svæði, þar sem olía er talin
finnast og fær að koma til Prag
hálfsmánaðarlega, en nú flykk-
ist ekki lengur fólk að honum,
er hann gengur um götur borg-
arinnar.
A.BEBE BIKILA —
lenti í hjólastól.
Hinn heimsfrægi hlaupari,
Abebe Bikila frá Eþíópíu sat í
heiðursstúkunni á Ólympíuleik-
unum í Munchen í sumar, en
hann sat ekki í stúkusætunum,
eins og hinir heiðursgestirnir,
heldur í hjólastól sínum. Bikila
varð heimsfrægur á Rómarleik-
unum, er hann sigraði í Mara-
Abebe Bikila
þonhlaupinu og varð fyrsti Af-
ríkubúinn til að vinna gullverð-
laun. Fáir viðstaddra munu
nokkru sinni gleyma því er Bik-
ila hljóp berfættur um götur
Rómar síðasta spölinn að leik-
vanginum. Hann sigraði aftur í
Tókíó og var talinn sigurstrang-
legur í Mexíkó, en þá meiddist
hann á ökla og gat ekki lokið
keppni. f dag situr þessi afreks-
maður í hjólastól, en hann lenti
í bílslysi árið 1969 og lamaðist
frá mitti og niður úr. Bikila er
39 ára að aldri og heldur enn
tign sinni sem foringi í her
Eþícpíu. Hann var óbreyttur her-
maður er hann hóf hlaupaferil
sinn, en var hækkaður í tign eft-
ir því sem gullpeningarnir bætt-
ust í safnið. Blöðin segja að
þögn hafi slegið á eþíópísku
þjóðina er fréttist um bílslysið.
Haile Selassie Eþíópíukeisari
sendi sérstaka flugvél með Bik-
ila til Bretlands, svo að hann
gæti notið umönnunar færustu
lækna og keisarinn sjálfur gerði
sér sérstaka ferð til Bretlands
til að heímsækja Bikila á sjúkra-
húsið. En læknar gátu ekkert
fyrir Bikila gert og þeir segja
að möguleikarnir á því að hann
geti nokkru sinni stigið í fæt-
urna séu milljón á móti einum.
Bikila tekur örlögum sínum af
æðruleysi. Hann býr ásamt konu
sinni og 4 börnum í einbýlishúsi
í útjaðri Addis Abeba og þar
tekur hann á móti fjölda gesta,
sem koma daglega til að hylla
34