Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 15
— Þær raddir þögnuðu þó fljótt er upp
komst um svipuð athæfi í sjálfum
Sovétríkjunum!
Berlínarbúar harðneituðu að trúa
því að Hertha væri blandað inn í þetta
mál, og alls ekki Zoltan Varga, sem í
þeirra augum var nánast dýrlingur.
En þeir urðu að viðurkenna að þetta
væri satt, þegar lagðar voru fram sann-
anir gegn þeim félögum — eins og
t.d. bankabækur með góðum upphæð-
um, þar sem dagsetningin passaði við
að viðkomandi hefði lagt inn á hana
daginn eftir leikinn, og loks opinber
viðurkenning frá forráðamönnum Ar-
menia, sem lögðu upphæðina inn, þeg-
ar allt var klappað og klárt.
Zoltan Varga er fæddur í Ungverja-
landi 1946 og er því ekki nema 27
ára gamall. Hann vakti þegar sem
unglingur mikla athygli sem knatt-
spyrnumaður og komst 17 ára gamall
í ungverska landsliðið. Honum var
líkt við hinn fræga Ferenc Puskas, og
af mörgum talinn betri knattspyrnu-
maður en hann. Var honum spáð mikl-
um frama — en litlu fé — en það var
ekki það sem Varga sóttist eftir.
Hann tók því þá ákvörðun að líkja
eftir Puskas með því að flýja land,
og safna fé meðal vestrænna knatt-
spyrnumanna. Hann beið eftir tæki-
færinu. Sat á sér í fyrstu ferðum sín-
um erlendis, en safnaði upplýsingum
um kaup og kjör knattspyrnumanna
þar svo og öllum gjaldeyri, sem hann
komst yfir.
Varga var valinn til að leika með
ungverska landsliðinu á Ólympíuleik-
unum í Mexíkó 1968, og fór þangað
með liðinu
En einhveriar spurnir höfðu Ung-
veriar haft af því, að hann ætlaði að
..ho’-'na af“ og var hann því lokaður
inni á hótelherbergi allan tímann, og
sa^ður veikur. Hann var ,,góði strák-
urinn“ næstu tvö ár á eftir — eða þar
til aftur var farið til Mexíkó — í
betta sinn til. að taka þátt í HM-keppn-
inni. Hann lék með í þeirri keppni, en
strax að henni lokinni, stakk hann af,
og héit, til Vestur-Þýzkalands. Allt
var þetta úthugsað hiá honum. Hann
var m.a. búinn að koma konu sinni
til Júgóslavíu, þar sem hún komst
síðan yfir til Vestur-Þýzkalands. Pen-
ingarnir voru í banka og vinna fyrir
hendi.
En hann gleymdi að taka ungverska
knattspyrnusambandið með í reikn-
inginn. Þegar það frétti, að hann ætl-
aði að fara að leika með Hertha Berlín,
fór það þess á leið við FIFA, Alþjóða
knattspyrnusambandið, að hann fengi
ekki að leika. FIFA tók málið fyrir
og bannaði Hertha að nota hann í eitt
ár.
Þegar sá tími var liðinn hóf Varga
að leika. Hann varð brátt uppáhald
allra knattspyrnuunnenda í Vestur-
Berlín. Slíkur var áhuginn fyrir hon-
um þar, að Hertha sló öll fyrri met í
aðsókn — met sem Vestur-Þjóðverjar
segja að aldrei verði slegið aftur.
Hann átti misjafna leiki. Oftast var
hann þó betri en aðrir á vellinum, og
stundum slíkur að menn náðu vart
andanum af hrifningu — eins og t.d.
markakóngurinn frægi, Gert Miiller,
sem aldrei sagðist hafa séð nokkurn
honum líkan eftir leik Bayern Mun-
chen gegn Hertha í Berlín.
En fégræðgin varð Varga að falli.
Hann beit á agnið þegar honum var
boðið auðtekið fé fyrir að gera hlut,
sem er einhver sá auðvirðilegasti sem
íþróttamaður getur gert — að þiggja
fé fyrir að tapa.
Slíkt hefur áður skeð víða um heim,
t.d. í sjálfri „vöggu knattspyrnunnar"
Englandi og einnig í Sovétríkjunum.
Þetta þekkist líka hjá fleiri þjóðum,
og í flestum greinum íþrótta, þar sem
menn setja frægðina ofar öllu öðru.
Fyrir Zoltan Varga var dómurinn,
sem hann og félagar hans fengu, nán-
ast dauðadómur. FIFA komst í málið
15