Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 32
þeir þustu sem einn maður að
brautinni og klöppuðu og hróp-
uðu af fögnuði og aðdáun eins
og skólabörn.
Nurmi samdi erfðaskrá fyrir
nokkrum árum, eftir fyrsta
hjartaáfallið, þar sem hann á-
nafnaði finnsku hjartaverndar-
samtökunum allar eigur sínar,
sem þá voru metnar á um 50
milljónir íslenzkra króna. Þá
féllst hann á að eiga örstuttan
fund með fréttamönnum. Einn
þeirra spurði: „Þegar þú gerðir
Finnland heimsfrægt, fannst þér
þú þá vera að hlaupa fyrir ó-
þekkta þjóð“? Nurmi svaraði:
„Nei, ég hljóp fyrir sjálfan mig
en ekki Finnlandi". „En á Ólym-
píuleikunum“: „Nei, þá og aldrei
fremur en þá hljóp ég fyrir
sjálfan mig, því að þá var það
Paavo Nurmi, sem skipti mestu
máli, en ekki Finnland". Þrátt
fyrir þessi ummæli og önnur er
Paavo Nurmi ennþá dýrkaður
sem þjóðhetja í Finnlandi og
stytta af honum hefur staðið
fyrir utan Helsingforsleikvang-
inn síðan árið 1925.
HERB ELLIOT —
enginn áhugi lengur.
Herb Elliot varð heimsfrægur
22 ára, er hann vann gullverð-
launin í 1500 metra hlaupinu á
Ólympíuleikunum í Róm. Hann
var talinn efnilegasti hlaupari
heims á sínum tíma og líkt við
Paavo Nurmi. Hann átti heims-
metið í 1500 metrunum og mílu-
hlaupinu. sem var keppnisgrein,
sem hann aldrei tapaði. 22 ára
ára hætti Herb Elliot að keppa,
einmitt þegar hann stóð á há-
tindi frægar sinnar. Hann er nú
sölustjór? fyrir sementsverk-
smiðju í heimaborg sinni Mel-
bourne { Ástralíu.
Það er eins og Herb hafi
aldrei verið annað en sölustjóri
og hann talar um íþróttaferil
sinn eins og einhvern framandi
þátt í lífinu. Hann segist eng-
ann áhuga hafa á íþróttum leng-
ur. Aðspurður hversvegna hann
hætti svo snögglega, svaraði
hann: , Ég fann allt í einu að
ég var búinn að ná því takmarki,
sem ég hafði sett mér og þar
með búinn að fá mig fullsadd-
an á því erfiða lífi, sem maður
verður að lifa, til að ná ein-
hverjum árangri í íþróttum.
Þegar ég byrjaði að æfa hlaup
sem strákur hugsaði ég aðeins
um það að bæta mig. Eftir því
sem árangur minn varð betri,
setti ég markið hærra, þó oft
án þess að gera mér grein fyrir
því hvað ég vildi. Síðan var það
eins og ég sagði áðan, að allt
í einu þegar ég var búinn að
vinna gullið, fann ég að ég var
búinn að fullnægja hlaupaþrá
minni og þá var ekkert annað
að gera en hætta“.
Herb telur ekki að frægð sín
sem Ólympíusigurvegara hafi á
einn eða annan hátt hjálpað sér
að komast áfram í lífinu. Hann
notaði sér frægðina ekki til fram
dráttar. Hann segist aldrei koma
á fundi hjá íþróttasamtökum til
að halda ræður, nema hann sé
beðinn um það af beztu vinum
sínum og fái greitt fyrir að koma
fram.
Þegar Herb talar um keppnis-
dagana grettir hann sig og seg-
ir: „í hvert skipti sem ég tók
þátt í móti tók ég óskaplega út
í 4—5 klukkutíma áður en hlaup-
ið hófst. Álagið á taugarnar var
ólýsanlegt og eftir því sem sig-
urferill minn varð lengri, jókst
álagið þannig að það var farið
að verða óbærilegt. Það hafði
mikið að segja, er ég ákvað að
hætta og eftir að sú ákvörðun
hafði verið tekin, var eins og
þungu fargi væri létt af mér.
Það var nefnilega orðið þannig
undir lokin, að í hvert skipti,
sem ég keppti komu þúsundir
manna til að vita hvort ég myndi
nú ekki loks tapa. Fyrirsagnir
blaðanna voru allar eitthvað á
þessa leið: „Tapar Elliot í dag?
Tekst hr. B að vinna Elliot“?
Kannski átti það sinn þátt í
ákvörðun minni að hætta, að
mig langaði til að leyfa blaða-
mönnunum að lifa með þá kvöl
að hafa aldrei fengið uppfyllta
þá ósk að geta skrifað um Herb
Elliot sigraðan“. Þegar Herb
er spurður hversvegna hann sé
svo bitur, segir hann: „Ég er ekki
vitund bitur, ég vil aðeins að
fólk fái að vita að það er eng-
inn dans á rósum að vera af-
burðamaður á sviði íþrótta og
eftir því sem þú ert lengur á
toppnum því fleiri verða þeir
sem brenna í skinninu eftir því
einu að sjá þig tapa keppni“.
DON BRAGG —
vildi leika Tarzan.
Kamp Olympik er sumardval-
arstaður fyrir drengi í New
Jersey í Bandaríkjunum. Það út
af fyrir sig er ekki í frásögur
færandi, ef ekki væri fyrir eig-
andann, Don Bragg, sem sigraði
í stangarstökki á Ólympíuleik-
unum í Róm 1960. Don Bragg er
nú 37 ára að aldri og loksins bú-
inn að koma almennilega undir
sig fótunum í lífinu, þó svo að
lífsdraumur hans hafi aldrei
rætzt, en Bragg dreymdi um ára
bil um að fá að leika Tarzan
í kvikmyndum og sjónvarpi.
„Eina ástæðan fyrir því að ég
sigraði í Róm og setti heimsmet
í stangarstökki er sú að ég vildi
fá að leika Tarzan og ég vissi
að ég myndi aldrei vekja at-
hygli í Hollywood, nema ég næði
einhverjum afburða árangri.
Það vissu allir um þennan draum
minn og þegar ég var að keppa
hrópuðu áhorfendur til mín,
áfram Tarzan, áfram Tarzan! Ég
lét skrifa á alla búninga mína
Don Tarzan Bragg og ég man
að einu sinni kom einn af for-
ráðamönnum bandarísku frjáls-
íþróttasamtakanna til mín á móti
í Kaliforníu og sagði við mig
að það gæti farið svo að ég
Bragg — va.nn stangarstökkiö í
Róm, en varð aldrei Tarzan kvik-
myndanna. „
32