Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 27
1. VALIN STOKKBRAUT
TIL ÆFINGA.
Allar undirstöðuæfingar í skíðastökki
skulu fara fram í litlum stökkbrautum,
vegna þess að þar á stökkvarinn hæg-
ara með að tileinka sér undirstöðu-
atriðin vegna hægari ferðar og þar
finnur byrjandi sig öruggari. í lítilli
braut er hægt að fara um 10—20 ferð-
ir yfir daginn, en varla gerlegt að
fara fleiri en 5—8 stökk í stærri stökk-
braut. Leiðbeinandinn á auðveldara
með að lagfæra villur sem gerðar eru
í lítilli braut vegna þess öryggis sem
stökkvarinn hefur þar.
Æfingar í byrjun hvers æfingatíma-
bils eiga að fara fram í lítilli stökk-
braut, líka hjá þeim sem eru orðnir
þjálfaðir stökkvarar og ekki fara í
stærri braut fyrr en stökkvarinn finn-
ur sig öruggann um öll atriði stökks-
ins og geri hann einhverjar villur í
stærri brautinni skal hann byrja aftur
í minni brautinni til að lagfæra vill-
urnar.
Að kenna dreng að stökkva í braut
sem hann finnur sig ekki öruggan 1
er vonlaust.
2. FRÁGANGUR STÖKKBRAUTAR.
Snjórinn í stökkbrekkunni skal vera
vel troðinn, annað getur valdið slys-
um. Allt sem valdið getur hættu fyrir
stökkvarann skal fjarlægt. Lendingar-
flötur brautar skal vera það vel troð-
inn, að við niðurkomu skulu skíðin
rétt marka spor í snjóinn. Allt svæðið
fyrir neðan brekkuna þar sem skíða-
maður stöðvar eftir stökkið skal vera
vel troðið og allar ójöfnur sléttaðar.
Á þessu svæði er mest slysahætta.
StökkDallurinn sjálfur skal vera rétt
bvggður og halli hans réttur. Ef
skyggni er slæmt er gott að strá ein-
hverju í iendingarflötinn t.d. mislit-
um tréspónum. Á stökknallinn sjálf-
ann er gott að setja einhver merki
síðustu tíu metra fram að pallbrún.
Stökkvararnir skulu hjálpa til við
lagfæringar á stökkbrautunum. þannig
að þeir geti siálfir byggt sér æfingar-
brautir. Enginn skyldi slenna þeirri
æfingu sem fæst við það að troða
brautina, bæði er þetta góð upnhitun
og svo styrkir það vináttu þeirra, sem
að þessu vinna.
Drengir sem eru að læra skíðastökk
ættu að byegia sér stökkbrekku siálf-
ir. Leiðbeinandi ætti ætíð að leegia
nemendum sínum bað á minni. að af
lokinni æfineu. eigi þeir að ganea
frá brautinni eins og þeir vildu koma
að henni næsta dag.
NOKKRAR ALMENNAR
LEIÐBEININGAR.
Það er mikið atriði að stökkvarinn
setji sér nokkrar reglur og haldi þær
vel, þannig að þær verði fastur liður
æfinganna.
1. Stökkvari skal ætíð hita líkama
sinn vel upp fyrir æfingu, það getur
haft úrslita þýðingu um hvernig æf-
ingin tekst.
2. Áður en hann leggur af stað í
stökkið skal hann ganga úr skugga
um að ekkert sé í brekkunni sem get-
ur hindrað hann.
3. Hann skal athuga vel allan út-
búnað skíðanna.
4. Séu fleiri en einn við æfingar
skal ætíð einn vera niðri til að segja
hinum til um hvenær stökkva má.
SKÍÐASTÖKKI MÁ SKIPTA f
EFTIRTALIN ATRIÐI.
1. Aðrennsli.
2. Fráspyrna.
3. Svifið.
4. Lending.
5. Frárennsli.
1. AÐRENNSLIÐ.
Það er mikið atriði að stökkvarinn
sitji rétt í aðrennslinu, að vísu hefur
hver stökkvari sinn sérstaka stíl en
vissum reglum verður þó að hlíta til
að það nýtist sem bezt og hann nái
sem mestri mögulegri ferð.
1. Setan skal gefa minnsta mögu-
lega loftmótstöðu.
2. Hún skal vera stöðug og afslöpp-
uð.
3. Hún skal vera vel viðbúin frá-
spyrnunni.
Myndi 1 sýnir setu stökkvarans.
Hnén koma vel fram og þyngdin
skal vera á öllum fætinum. Fætur
skulu aðskyldir með sirka hnefa
breidd. lærin skulu fylgja eftir legu
skíðanna, brjóstið hvíli á lærunum og
hnén svo mikið út sem mögulegt er.
Axlir skulu koma vel fram og bakið
mjúklega bogið. Armar hanga lausir
niður með lítilli beygju í olnboga.
Höfuðið skal koma vel niður að
hnjám. Margir af beztu stökkvurum
heims sitja svo djúpt að axlir eru á
milli hnjánna, en þá þarf stökkvarinn
að vera mjög fótasterkur.
NOKKRAR UNDIRSTÖÐUÆFINGAR.
1. Látið nemendur setjast nokkrum
sinnum í kyrrstöðu, þannig að þeir
læri rétta setu.
2. Æfið aðrennslið í brekku án
stökkpalls, en í góðu spori.
3. Stokkið í lítilli braut með áherzlu
á setu og uppstökk.
FRÁSPYRNAN (STÖKKIÐ).
1. Fráspyrnan skal vera snögg,
kraftmikil með fullkominni réttu í
hnjám.
2. Leitast skal við að fá skíði sem
fyrst á sviflegu með sem minnstu tapi
á ferð.
3. Undirbúningur undir fráspyrnu
skal vera með góðu jafnvægi og þungi
líkamans skal vera jafn á öllum fæt-
inum.
4. Augu skulu fylgjast með slóðinni
um 3 m framan við skíði svo höfuð-
lega sé nógu neðarlega.
Frásnvrna fer fram svo nálægt
stökkpallsbrún sem mögulegt er og
skal framkvæmd með snöggri réttu
í bnjálið og mjaðmalið, þó ekki til
fulls. (Siá mynd nr. 1—6).
Kraftstefnan skal vera bæði upp og
framyfir skíðin. Fráspyrnu lýkur fyrst
e’' komið er framyfir pallbrún. Gæta
skal þess að höfuð rísi ekki um of,
bað getur orsakað of mikla mjaðma-
réttu.
Axlir og armar taka mjög virkan
þátt í fráspyrnunni. armar færast aft-
ur með skíðunum og leggiast þétt að
beim. nokkrir stökkvarar færa arm-
ana afturfyrir líkamann og svo til
27