Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 29
baka aftur. Lokastaða í fráspyrnu er
framkvæmd með því að líkaminn er
pressaður fram yfir skíðin og stökkv-
arinn hvílir nú á loftpúða, svifið hefst.
Ath. allt stökkið fer eftir því hvort
fráspyrnan er rétt.
ÆFINGAR VEGNA
FRÁSPYRNU.
1. Án skíða skal spyrnt á föstu und-
irlagi og lent á mjúku, þessa æfingu
ætti að æfa daglega. Ath. skal að tám
skal lyfta vel upp í spyrnunni.
2. Stökkvari skal í öllum æfingum
spyrna svo fast sem mögulegt er.
3. Æfið uppstökk í lítilli hrekku,
þar er auðveldast að æfa alla liði
fráspyrnunnar, svo sem legu líkamans
eftir spyrnuna.
Myndir þær sem hér koma á eftir
eru af tveim beztu stökkvurum heims
þeim Garij Napalkov frá Rússlandi,
núverandi heimsmeistara í skíða-
stökki og Ingolf Mork frá Noregi, og
eru þessar myndir teknar í pjufu-
r.t-kki fyrir H.M. 1970 í Tékkóslóva-
kíu og stukku báðir 103 m.
SVTFIÐ.
í svifinu skulu skíðin vera samhliða
oo mvn<iq mmo hvasst horn við fæt-
urna. Lítil miúk beygja skal vera í
r-miöð^um. Armar liggia þétt að síðum
og höfuð teygt vel fram. Stökkvarinn
sval lewia sig sem mest. fram á skíðin
og hggia þar sem Tengst. bv’ ef hann
réttir sig of fljótt upp til undirbún-
ings lendingu missir hann ferð og
stökkið styttist til muna.
ÆFINGAR í SVIFI.
1. Stökkva skal í lítilli braut og
leggja aðaláherzluna á eftirfarandi:
1. Líkamslegu.
2. Armhreyfingar.
3. Að lega skíðanna sé rétt, að fæt-
ur séu jafnir og rétt bil á milli fóta.
Ath. allar villur í svifi má rekja til
villu í fráspyrnu.
LENDING — NIÐURKOMA.
Lendingin byrjar með uppréttu
líkamans úr svifstöðu og skíðin sem
myndað hafa nokkuð gleitt horn við
brekkuna verður stökkvari nú að
breyta eftir brekkulegunni og eru það
tær og ökklar stökkvarans sem það
gera. Rétta líkamans verður með þeim
hætti að höfuð lyftist og armar fær-
ast út frá skíðum. Sjálf lendingin verð-
ur með þeim hætti að annar fóturinn
er færður vel fram og aðal þunginn
leggst á hann. Hnébeygja skal vera góð
og fjaðrandi til að minnka það mikla
högg, sem verður við lendingu. Arm-
ar skulu færðir vel út til að auka
jafnvægið. Sjá mynd
ÆFINGAR í LENDINGU.
1. Stökk og niðurkoma af 1 m háum
palli, án skíða.
2. Sama á skíðum, en róleg ferð.
3. Stökk í lítilli braut með flötum
lendingarfleti, lítil ferð.
4. Stökk í lítilli braut með mikilli
ferð, þannig að stökkvarinn lendi neð-
arlega í brautinni og lendingin verði
mjög þung.
5. Stökk í stærri braut, þar sem
stökkvarinn getur æft breytingu á
legu líkamans úr svifi í lendingu.
FRÁRENNSLI.
Eftir að stökkvarinn hefur lent, reis-
ir hann sig lítillega upp og rennur með
lítið bogin hné niður á flötina, með
annan fótinn vel fyrir framan, armar
vel út til jafnvægis.
NILFISK
þegar
um gæðín er
að tefla.,..
29