Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 22
henni fyndust skrif blaðanna um
íþróttamót og íþróttamenn, sagði
hún:
— Við söfnum í sameiningu
úrklippum úr blöðunum og
geymum til elliáranna. Það verð
ur gaman að ylja sér við þær
þegar við verðum bæði komin
í ruggustólinn, sagði Erla og hló
við. Erla hélt áfram og sagði:
— Annars er það alveg maka-
laust hve blaðamenn geta skrif-
að af litlu innsæi um íþrótta-
málin. Ég verð oft alveg foxill,
þegar ég les blöðin, en maður
fyrirgefur þó t laðamönnunum
þegar reiðin rennur af manni,
þeir gera þetta ábyggilega allt
í beztu meiningu.
Haraldur Kornelíusson er tví-
mælalaust fremstur íslenzkra
badmintonspilara og greinilegt
er að þar er á ferðinni íþrótta-
maður sem sinnir æfingum sín-
um af kostgæfni. Haraldur er
kvæntur og heitir kona hans
íris Ægisdóttir, við spurðum
írisi hvort henni fyndist Har-
aldur ekki æfa of mikið og vera
of lítið heima vegna íþróttar
sinnar.
— Það eru ekki nema sjö dag-
ar í vikunni og Haraldur æfir
sex sinnum í viku, þar að auki
koma svo badmintonmót oft um
helgar. Það leiðir því af sjálfu
sér að mér finnst hann stundum
of sjaldan heima. En ég er
ánægð með að hann skuli hafa
þetta áhugamál og geri mér grein
fyrir að árangur næst ekki nema
með mikilli ástundun.
— Ég hef ekki mikinn áhuga
fyrir Iþróttum, sagði íris, en
fylgist þó með badminton og fer
á mót þegar ég get. Við eigum
ýmis önnur áhugamál og þau
sitja í fyrirrúmi þegar Haraldur
er ekki á íþróttavellinum, eða
meðal félaga sinna.
Við spurðum írisi hvort aukin
þjónusta væri ekki samfara
íþróttaiðkunum húsbóndans.
— Jú vissulega, sagði íris, en
þar sem ég er með tvö ungabörn,
munar mig ekki svo mikið um
að þvo íþróttafötin hans, ég þarf
hvort eð er að þvo eina vél á
dag.
Valsmenn hafa staðið sig með
mikilli prýði í 1. deild íslands-
mótsins í handknattleik í vetur
og einn af beztu leikmönnum
Hér er Guðrún með 8 mánaða dóttur sína og Ólafs H. Jónssonar.
Valsliðsins er Ólafur H. Jónsson.
Ólafur leikur einnig með lands-
liðinu og samvinna hans og Geirs
Hallsteinssonar hefur verið róm-
uð á þeim vígstöðvum. Ólafur
stundar nám í viðskiptafræði í
Háskólanum og er kvæntur Guð-
únu Árnadóttur, sem starfar hjá
utanríkisráðuneytinu. Þau eiga
eitt barn, átta mánaða stúlku.
Við spurðum Guðrúnu hvort hún
væri ánægð með áhugamál eig-
inmannsins — handknattleik.
— Það er nauðsynlegt að hafa
eitthvað fyrir stafni í frístund-
um og að mínu viti eru íþróttir
eitt af betri áhugamálunum.
Þegar Ólafur er á æfingum sinni
ég bara inínum áhugamálum,
sem eru þó heldur fábrotin. Þeg-
ar Ólafu. er að keppa fer ég, ef
ég mögulega get og einnig þó
Valur sé ekki í sviðsljósinu, því
ég hef mjög gaman af að fylgj-
ast með handknattleik, þó svo
að ég hafi ekki æft nema í skóla.
— Getið þið ekki lítið skemmt
ykkur meðan að keppnistímabil-
ið stendur yfir?
— Ég læt það nú allt vera, í
staðinn fyrir að fara á dansleiki
förum við bara í kaffiboð með
kunningjunum. Þegar mótið
verður búið verður vonandi
tækifæri til að gleðjast yfir góð-
um árangri.
— Halli bróðir var í Víking,
en Hrefna systir mín lék með
Val og það var eilíft rifrildi á
heimilinu milli þeirra, þau vildu
22