Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 23
Hugrún ásamt Margréti litlu dóttur sinni og Marteins Geirssonar.
— Ég vil ekki kalla þetta
stjörnudýrkun. Mér finnst eðli-
legt að þeir sem leggja mikið á
sig og ná árangri fái að njóta
erfiðisins. Þá er ég líka viss um
að „stjörnudýrkunin“ hefur góð
og hvetjandi áhrif á unga stráka
og þeir verða ákafari í æfingum
sínum. Elli (Marteinn Elías),
var kosinn knattspyrnumaður
ársins 1972 og nú verður hann
að standa undir nafni næsta
sumar og ég treysti á Framarana
í 1. deildinni, sagði Hugrun að
lokum.
... og þetta eru
„kallarnir“.
f
Guðmundur Haraldur
bæði að ég æfði með þeirra
félagi. Ég byrjaði reyndar í báð-
um félögunum, en endirinn varð
sá að ég hætti þessu alveg. Pétur
bróðir okkar fór hins vegar í
Þrótt.
Þetta sagði Hugrún Péturs-
dóttir, en hún er eiginkona
Marteins Geirssonar knatt-
spyrnumanns í Fram. Marteinn
var mikið í sviðsljósinu síðast-
liðið sumar, en hann var einn
af burðarásunum í liði íslands-
meistara Fram. Marteinn lék
einnig með landsliðinu og í
kosningu dagblaðsins Tímans var
Marteinn kosinn „Knattspypnu-
maður ársins 1971“. Hugrún tal-
ar um systkini sín og nefnir
Hrefnu, sem var ein af Norður-
landameisturum íslands í hand-
knattleik á sínum tíma, en Halli
bróðir er Hafliði Pétursson, leik-
maður með meistaraflokki Vík-
ings í knattspyrnu og einn mark-
hæsti leikmaður liðsins undan-
farin ár.
Hugrún þótti vel liðtæk í
handknattleik í gagnfræðaskóla
og í bekkjakeppni lék hún með
strákaliði bekkjarins, en strák-
arnir voru svo fáir að þeir náðu
ekki að fylla í lið.
— Mér leið ekki vel þegar
Víkingur og Fram voru að leika
í 1. deildinni í knattspyrnu síð-
astliðið sumar, segir Hugrún.
Víkingur var í fallbaráttunni og
hvert einasta stig var mikilvægt
fyrir félagið. Fram var aftur á
móti í baráttunni á toppnum og
mátti heldur ekki missa stig,
bæði félögin eiga sterkar taugar
í mér og ég vissi ekki í hvorn
fótinn ég átti að stíga meðan
leikurinn stóð yfir.
Oft hefur verið talað um að
stjörnudýrkun hefði ekki góð á-
hrif á íþróttirnar og þar sem
Marteinn er á góðri leið með að
verða ein af skærari stjörnunum
í íslenzki knattspyrnu, spurðum
við Hugrúnu hvað henni finndist
um svonefnda stjörnudýrkun.
23