Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 7
HEFUlt TRIMMIÐ TEYGT
SIG IM A HVERT HEIMILI’?
Nú eru rösklega tvö ár lið-
in, síðan Trimmherferðin
hófst hér á landi. Ekki er
óeðlilegt að menn spyrji
sjálfa sig eða aðra, hvort
herferðin hafi borið mikinn
eða lítinn árangur. Formað-
ur Skíðasambands Islands
svaraði þessu svo, þegar þetta
bar á góma fyrir eigi all
löngu: „Trimmið hefur teygt
sig meira og minna inn á
hvert heimili í landinu“. Ef
svo er, getur Í.S.I. vissulega
verið ánægt með sinn hlut.
I hugleiðingum um þetta at-
riði ber þó að hafa í huga,
að að mörgu leyti er erfitt að
staðreyna árangurinn, sökum
þess að Trimmið er ákaflega
einstaklingsbundið. Menn
trimma fyrst og fremst fyr-
ir sjálfa sig á einn eða ann-
an hátt, án þess að gefa um
það sérstaka skýrslu til
annarra. Að þessu leyti er
mikill munur á þeim sem
trimma og hinum, sem taka
þátt í skipulögðum æfingum
og keppnum, þar sem allt er
skráð og tíundað.
VAXANDI. ÁHUGI.
Það fer hins vegar ekki
milli mála, að frá því Trimm-
herferðin hófst, hefur áhug-
inn fyrir útivist og hvers
kyns hreyfingu vaxið mjög
mikið og skilningur almenn-
ings á því að huga að heilsu
sinni með því að trimma á
einn eða annan hátt, hefur
aukis-t að sama skapi. Þetta
sést á mörgum sviðum. Þar
með er þó ekki sagt,að allt
sé það Trimminu að þakka.
Margt annað á sinn þátt í
þessu. Má þar nefna aukinn
frítíma fólks, bætta aðstöðu
til íþróttaiðkana o.m.fl.
Norræna sundkeppnin
sem er f jölmennasta almenn-
ingsíþróttamót, sem sögur
fara af hér á landi, naut góðs
af þessum aukna áhuga.
Formlega var trimmið tengt
þessari skemmtilegu sund-
keppni, og telja forráðamenn
Sundsambandsins það eiga
sinn þátt í því að svo glæsi-
legur árangur náðist sem
raun ber vitni. Þeir sem
sýndu þann mikla áhuga að
synda 100 sinnum eða oftar
í Norrænu sundkeppninni,
áttu þess kost að eignast
Trimmkarlinn úr gulli í við-
urkenningarskyni. Um 1500
manns fengu gulltrimmar-
Iðgjöld líftrygginga
hafa lækkað.
OFTRYGGirVGAFÉLAGIÐ AND\AKA
Til þess að heimilisfeður geti talizt vel tryggðir, er
nauðsynlegt, að þeir séu liftryggðir fyrir upphæð, sem
nemur tveim til þrem árslaunum þeirra.
Nú er flestum þetta kleift, þar sem Líftryggingafé-
lagið Andvaka hefur nýlega lækkað iðgjöld á hinni
hagkvæmu „Verðtryggðu líftryggingu“.
Góð líftrygging tryggir nánustu vandamönnum fjár-
hæð við andlát hins tryggða og gerir þeim sem eftir
lifa, kleift að standa við ýmsar fjárhagslegar skuld-
bindingar.Tryggingarupphæðin greiðist strax út, hver
sem dánarorsökin er. Dæmi um iðgjald:
25 ára gamall maður getur líftryggt sig fyrir kr.
1.160.000.— fyrir kr. 4.000.— á ári.
Lægri skattar-
Heimilt er í skattalögum að færa liftryggingariSgjald
til frádráttar á skattskýrslu.Nýlega var þessi frádráttur
hækkaður verulega og er nú kr. 10.080.— ef viSkomandi er
í lifeyrissjóði, en kr. 15.120.—, ef viSkomandi er þaS ekki. MeS
þessu móti verða skattar þeirra lægri, sem
líftryggja sig og iðgjaldið þannig raunverulega
um helmingi lægra en iðgjaldatöflur sýna.
7