Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 9
ann af þessu tilefni. Það er upplýst, að á árinu 1972 sóttu 1080 þús. manns sundstaðina í Reykjavík og er það miklu meir en nokkru sinni áður. 25185 Reykvík- ingur tóku þátt í Norrænu sundkeppninni og syntu sam- tals 460 þúsund sinnum 200 metrana. Úti á landi eru þó sam- bærilegar tölur víða miklu hagstæðari miðað við fólks- fjölda. Duglegustu kaup- staðirnir í keppninni voru þessir: Auk þessarar miklu þátt- töku í sundiðkunum er m.a. vitað um vaxandi áhuga fyr- ir gönguferðum. Ferðafélag Islands, sem er leiðandi að- ili í skipulögðum gönguferð- um, upplýsir að þátttaka í slíkum ferðum fari jafnt og þétt vaxandi. Loks hefur það komið fram af hálfu þeírra sem verzla með ýmiskonar sport- vörur, að sífellt fleiri og fleiri verji frístundum sínum við ýmiskonar íþróttaiðkanir og útivist. Má af öllu þessu draga þá ályktun, að Trimmstarfs«m- in hafi haft veruleg áhrif í þá átt að auka og glæða á- huga almennings. Meiri útbreiðslu- og kynningarstarfsemi. Nýjar leiðir. Þótt margt hafi þannig vel tekist og borið sýnilegan ár- angur, verður ekki hjá því komist að vera sífellt vak- andi fyrir nýjum leiðum til að auka og glæða áhuga al- mennings. Trimmnefnd ÍSÍ hefur ný- lega ákveðið, að næsti áfangi í kynningarstarfinu skuli einkum miðast að því að tengja saman Trimm og heilsuræktarsjónarmiðið. Mun le(itað samstarfs við lækna í þeim efnum og dregnar fram í dagsljósið ýmsar staðreyndir sem hand- bærar eru í því sambandi. Þá hefur nefndin einnig á- kveðið að reka útbreiðslu- starfsemi fyrir Trimmið með all nýstárlegum hætti. Verð- ur það gert með tvenns kon- ar samkeppni, er opin verð- ur öllum almenningi. Annars vegar mun efnt til samkeppni um beztu Ijós- myndina úr Trimmstarfsem- inni og hinsvegar mun fara fram samkeppni um beztu trimm-músikina. Undirbún- ingur að þessu hvorutveggja er nú í fullum gangi og hafa stéttarfélög ljósmyndara og hljóðfæraleikara lýst áhuga sínum á því að vinna með ÍSÍ að þessum verkefnum. Nýr formaður og framkvæmdanefnd. Þorvarður Árnason, sem verið hefur formaður Trimm nefndarinnar frá upphafi, baðst undan endurkjöri á s.l. ári og hefur nýlega verið skipað að nýju í nefndina. Eiga sæti í henni: Hjalti Þór- arinsson, yfirlæknir, formað- ur og auk hans Ástbjörg Gunnarsdóttir, Jón Ásgeirs- son, Einar Þ. Guðjohnsen og Valdimar óskarsson. Kaupstaður. Einstakl. Fj. sunda. Sund pr. íbúa. Ólafsfjörður. 439 11529 10,64 sinnum Sauðárkrókur. 734 16905 10,35 — Húsavík. 773 18527 9,35 — Siglufjörður. 651 19425 9,30 — Akureyri. 4009 100733 9,24 — 9

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.