Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTAFÓLK
SKRIFAR
Heiðraði ritstjóri!
í síðasta tbl. íþróttablaðsins birtið
þér frásögn yðar af fundi þeim, er
íþróttakennarafélag íslands efndi til
þann 9. okt. 1972 um þátttöku íslend-
inga í Ólympíuleikunum í Miinchen.
Það er vissulega ánægjuleg nýlunda.
að íþróttablaðið skuli sjá ástæðu til
að segja frá slíkum tilburðum, sem
ekki verða flokkaðir undir afrek yfir-
stjórnar ÍSÍ og væri vonandi að áfram-
hald yrði á því. Það skyggir þó nokk-
uð á ánægju mína yfir þessari frásögn,
að í henni gætir ónákvæmni og mis-
skilnings, sem mér finnst nauðsynlegt
að leiðrétta.
í fyrsta lagi mætti skilja á frásögn-
inni, að það væru mín orð að með-
limir Ólympíunefndar íslands og far-
arstjórn íslenzka hópsins á Ólympíu-
leikunum, sem boðið var á fundinn
„muni ekki hafa getað komið því við
að mæta“. Rétt er að Ólympíunefnd
Islands var boðið á fundinn svo og
aðalfararstjóranum, Birni Vilmundar-
syni sérstaklega. Á fundinn mættu
hins vegar aðeins tveir af meðlimum
Ólympíunefndarinnar og einn flokks-
stjóranna. Á fjarveru annarra með-
lima Ólympíunefndarinnar og manna
úr fararstjórn var engin skýring gef-
in.
í öðru lagi lýtir það mjög frásögn-
ina að sú meinloka hefur hlaupið í
yður, að tittnefndur fundur hafi verið
félagsfundur íþrótjtakennarafélagsins.
Svo var þó ekki. Pundurinn var hald-
inn að tilstuðlan félagsins og, eins og
þér segið í upphafi frásagnarinnar,
„opinn öllu áhugafólki um íþróttir“.
I þriðja lagi er frásögnin ósæmileg
í garð íþróttakennara, því í henni seg-
ir: „Þegar á leið fundinn fór þess
hinsvegar að gæta, að bæði formaður
félagsins og einstakir aðrir ræðumenn
fóru út í þá sálma að flétta inn í um-
ræðurnar ýmsa þætti sem engan veg-
inn geta talizt í verkahring íþrótta-
kennara sem slíkra að taka til um-
ræðu á SÍNUM FUNDUM“. (Leturbr.
mín). Og síðar segir: „íþróttakennara-
félagið , þarf að gæta þess, að ein-
stakir félagar verði ekki til þess með
óvöndum málflutningi, að lækka
„standard“ FÉLAGSFUNDA EINS OG
ÞESSA, SEM UM RÆÐIR“. (Leturbr.
mín).
Þessum ummælum leyfi ég mér að
mótmæla og taka aftur fram, að ofan-
greindur fundur var ekki félagsfund-
ur íþróttakennarafélagsins, heldur op-
inn fundur. Á fundinum tóku fleiri
til máls heldur en íþróttakennarar,
m.a. forustumenn ÍSÍ. Það liggur í
augum uppi að Iþróttakennarafélagið
ber enga ábyrgð á málflutningi þeirra,
sem til slíkra funda koma. Ég get
einnig fullvissað yður um það, að
íþróttakennarar ræða á félagsfundum
sínum um málefni á þokkalegan máta
og eru þar að auki einfærir um það
að dæma um það hvað telzt vera í
þeirra verkahring eða ekki.
Virðingarfyllst,
Ingimar Jónsson.
Mér þykir leitt, að ánœgja dr. Ingi-
mars yfir frásögn fþróttablaðsins af
nefndum fundi skuli ekki vera alveg
óblandin, en um það er ekki að fást.
Hver ástœðan var fyrir því, að með-
limir Ólympíunefndar og furarstjóri
komu ekki til fundarins, skiptir e.t.v.
ekki meginmáli, heldur hitt, að þeir
komu ekki til fundarins.
Ég hef oft þá vinnutilhögun, þegar
ég þarf að fylgjast með fundum eða
þingum, að ég hef með mér upptöku-
tœki, sem ég síðan vinn eftir og byggi
á frásagnir. Það fer því ekkert á milli
mála, hvaða orð menn létu sér um
munn fara á fundinum og er sumt
af því alls ekki prenthæft. Það á þó
ekki við um ummœli dr. Ingimars
siálfs. En slíkur málflutningur er tví-
mœlalaust til bess fallinn að lœkka
,.standard“ fundaríns og munu víst
aUir viðstaddir á einu máli þar um.
Ég drea ekki í efa, að íþróttakennarar
rœði ,.á þokkalegan mátn“ um málefni
sín á félagsfundum, svo notuð séu orð
dr. Inaimars siálfs, en þeim mun
meiri ástæða er að gœta sín. þegar
iafn hastarlega er brugðið út frá þeirri
reglu svo sem átti sér stað á umrædd-
um fundi.
Ritstjórí.
19