Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 20
KONftN í SKUGGA i
Toppmenn íslenzkra íþróHa
eru á hvers manns vörum of
við þykjumst öll eiga okkai
hlut í þeim. Við erum kröfu-
hörð og það er næstum sama
hvað þeir gera í íþróttunum,
það er sjaldnast nógu gott. En
íþróttamennirnir eru bara
menn eins og við og þeir
þurfa flestir að sjá fyrir konu
og börnum, áður en þeir geta
farið að sinna íþróttaæfing-
um.
Þeir iþróttamenn sem æfa
bezt sjást sjaldan á heimil-
um sínum, nema yfir hánótt-
ina og um helgar, en eigin-
konan verður að sætta sig
við þetta. Við gerðum okkur
það til gamans nýlega að hafa
samband við eiginkonur
nokkurra toppmanna í ís-
lenzku íþróttalífi og spyrja
þær nokkurra spurninga og
fara svör þeirra hér á eftir.
Við töluðum við Erlu Sig-
urjónsdóttur, írisi Ægisdótt-
ur, Guðrúnu Árnadóttur og
Hugrúnu Pétursdóttur. Þær
eru eiginkonur Guðmundar
Gíslasonar sundkappa, Har-
aldar Kornelíussonar íslands-
meistara í badminton, Ólafs
H. Jónssonar, handknattleiks-
manns og Marteins Geirsson-
ar, knattspyrnumanns í
Fram.
Þær eru k|
íþróttaekki
urnar sem
heima meíí
og íþróttau
sem keppa
mikinn hli
stunda sim
íþróttablað
í heimsókn
kvöldið tí.l
þessara kv
Texti:
. .Ágúst I.
Myndir:
Valdís Ósk;
Ágúst L.
Erla Sigurjónsdóttir kona Guðmundar Gislasonar, sundkappa.
20