Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 6

Íþróttablaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 6
íþróttaiðkanir, en hafa látið þær sitja á hakanum um árabil. Slíkir menn mega ekki halda að þeir geti byrjað trimm, eins og hefðu þeir aðeins hætt að æfa í gær. Þeirra líkami er í flest- um tilfellum búinn að tapa gersamlega allri þjálfun. — Hvernig aðstöðu hefur nefndin í huga fyrir fólk til að trimma á? — Hér fyrir utan Reykjavík, svo við tökum nærtækt dæmi, er fjöldi fallegra staða, sem eru kjörnir til að hlaupa um eða ganga og við vinnum að því að finna einn eða fleiri sHka staði, sem fólk getur komið á til að trimma. Nú við verðum einnig að vinna að því að koma fólki í skilning um að sú tröllatrú sem það hefur á líkama sínum og að hann þurfi alls ekki á hreyfingu að halda, sé á fölsk- um forsendum byggð. — Sem læknir sérð þú mun á sjúkl- ingum, sem eru í góðri líkamlegri þjálfun og hinum, sem ekki er eins ástatt um? — í flestum tilfellum eru sjúkling- ar í góðri líkamlegri þjálfun miklu fljótari að ná sér eftir aðgerð eða sjúkrahúsvist, en sú regla er alls ekki algild, því að endurhæfingarkraftur mannsins er svo misjafn, en þeir sem líkamlega eru vel á sig komnir eru að iafnaði betur settir en hinir. — Hvert er annars líkamlegt ástand íslendinga? — Þetta er erfið spurning að svara, en ef dæma má af þeim þrekmæling- um, sem gerðar hafa verið, þá efast ég um að þrekið sé sérlega mikið hjá þorra fólksins og margir ungir fslend- ingar hafa t.d. þrek á við Svía á aldr- inum 40—50 ára, skv. niðurstöðum þrekmælinga. — Hvað telur þú æskilega lág- markshreyfingu? — Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir einhverju lágmarki, en allt er betra en ekkert. Hjá okkur hjálpar skyldusund og leikfimi óneit- anlega upp á sakirnar, en þegar menn hætta öllum íþróttaiðkunum, er þeir losna úr skóla, þurfa ekki mörg ár að líða áður en líkaminn er algerlega bú- inn að tapa því, sem byggt var upp á skólaárunum. Sérhver reglubundin æfing, hvort sem átt er við skokk, sund, leikfimi, badminton eða aðrar íþróttir hefur jákvætt gildi fyrir upp- byggingu líkamans. En það er nauð- synlegt að menn hafi ánægju af hreyf- ingunni um leið og hún er þeim til heilsubótar. Við heyrum svo oft þá setningu að menn séu svo önnum kafn- ir, að beir hafi ekki tíma til líkams- þjálfunar, en það er mitt álit að eng- inn ætti að gera sig svo önnum kafinn að hann geti ekki hugsað um að rækta sinn líkama. — Svo við spyrjum nú að lokum Hjalti, hvernig trimmar þú? — Eg stunda badminton reglulega og auk þess byrjaði starfsfólkið á spítalanum að trimma einu sinni í viku og því ætlum við að halda áfram. Auk þess leik ég golf á sumrin og þó að það sé í sjálfu sér ekki nægileg hreyfing til að geta kallast trimm, þá hjálpar það upp á, því að það felur í sér langar gönguferðir og afslöppun frá dagsins önnum. Þeir voru að vinna að björgunarstarfi í Eyjum þessir knatt- spyrnumenn, og leikur framundan við Fram á Melavellinum. Þá var haldið til æfinga með eldspúandi fjallið í baksýn. íþróttablaðið sendir íþróttafólki ÍBV beztu baráttukveðjur með von um að íþróttafólk geti hitzt aftur sem allra fyrst í drengi- legri keppni á keppnisvelli í Vestmannaeyjum! (Ljósmynd Guðmundur Sigfússon). ÞEIR GEFAST EKKI IJPP 6

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.