Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 7
BADMINTON:
Lovísa — fjögurra barna
móðir og íþróttastjarna
Badmintonmaður ársins 1974 er
Lovísa Sigurðardóttir frá Tennis- og
badmintonfélagi Reykjavíkur, TBR.
Lovísa er nafn, sem er löngu orðið
þekkt í íþróttum, enda hefur hún ver-
ið sigursæl í íþrótt sinni um áraraðir.
„Þetta byrjaði allt í Hólminum“,
segir hún okkur. Hólmurinn er reynd-
ar Stykkishólmur. Sá kaupstaður var
einskonar höfuðborg badmintoníþrótt-
arinnar á árum áður. Þá komu hópar
Hólmara til keppni í Reykjavík, og
sigurinn virtist þeim ævinlega vís.
„Síðar hélt ég norður til Akureyr-
ar“, segir Lovísa, „og við mennta-
skólann, þar sem ég var við nám,
var ekki um badmintoniðkun að
ræða. Það var ekki fyrr en ég var
komin til Reykjavíkur að ég tók fram
spaðann minn aftur“. Síðan hefur
Lovísa verið í hópi hinna sigursælustu
í badminton.
Að vísu hafa orðið hlé hjá henni,
því hún er fjögurra barna móðir,
börnin eru á aldrinum 2—11 ára.
Eiginmaður hennar er Arnljótur
Björnsson, prófessor við lagadeild Há-
skóla íslands. Alls hefur Lovísa 16 ár
að baki í badmintonkeppni.
Og hún hefur fleiru að sinna en
íþróttaæfingum og keppni. Lovísa
stundar nefnilega nám við Háskólann,
nemur þar ensku.
Á síðasta ári varð hún íslandsmeist-
ari í einliðaleik kvenna, og í tvennd-
arkeppni ásamt Steinari Petersen og
í tvíliðaleik ásamt Hönnu Láru Páls-
dóttur.
„Það má segja að vænkist hagur
strympu, þegar við fáum loksins okk-
ar eigin badmintonhöll hér í Reykja-
vík“, sagði Lovísa, „húsnæðismálin
hafa verið íþróttinni nokkur fjötur
um fót. Annars má segja að það hafi
verið nokkuð tilviljanakennt hvaða
íþrótt ég valdi mér, en sannarlega
sé ég ekki eftir að hafa valið badmin-
toníþróttina".
BLAK:
Halldór — enn einn góður
að norðan
Halldór Jónsson er 24 ára garnall
nemi í viðskiptafraeðum við Háskóla
Islands. Hann var kjörinn blakmaöur
ársins 1974. Halldór er fyrirliði hins
sigursæla liðs íþróttafélags stúdenta,
og jafnframt þjálfari liðsins. Blakið
er ein sú íþróíta, sem stöðugt vinnur
sér vinsældir hér á landi, og lið
stúdentanna hafði ekki tapaö leik frá
því í fyrravor, þegar prcntun fþrótta-
blaðsins liófst. IJtur því vel út hjá
Stúdcntum þetta árið, enda þótt
kcppnin geti oröið hiirð, einkum gegn
Víkingi og Þrótti.
Halldór er Akureyringur og kynnt-
ist blakinu nyrðra, og þaðan hafa
margir góðir kappar komið ■ lið
stiídenta.
„£g hcf þá trú að blakíþróttin eigi
eftir að veröa vinsæl hér á landi eins
og víða annarsstaðar, ckki sízt þar eð
blakiö er nú kennt í mörgum skól-
um“, sagöi Halldór. Hann kvað
stúdcntaliöið æfa 3—5 sinnum í viku.
Áhuga stúdcnta á íþróttum kvað hann
ekki ýkja mikinn, yfirlcitt. Hinsvegar
væri góður kjarni í skólanum í blak-
inu og körfuknattleiknum og ýmsir
stúdentar notfærðu sér þá aðstöðu
skólans að ráða yfir ágætu íþrótta-
liúsi.
Um blakiö sagði Halldór: „Það má
segja að blakið sé bæði erfið íþrótt og
allt niöur í allgott dund, allt eftir því
hvernig liópar leika“. Stundum standa
leikir 2—3 tíma, þar til úrslit fást, en
hér á landi standa Icikirnir frá 30
mínútuni upp í 2 tíma yfirleitt.
Kvæntur er Halldór Þorgerði Guð-
laugsdóttur og eiga þau 2 börn.
BORÐTENNIS:
Jón — sækir sjó og æfir
af kappi
Jón Sigurðsson, er aðeins 18 ára
Keflvíkingur og keppir fyrir ÍBK.
Jón hefur starfað að sjómennsku að
undanförnu og verkamannsstörfum í
fiskiðjuveri syðra. En hann kann líka
vel til verka við borðtennisborðið, og
var kjörinn borðtennismaður ársins
1974.
Um þessar mundir æfir Jón eins
og frekast hann má, enda keppnin
hörð hjá borðtennismönnum. 1 fyrra
vann hann góða sigra þrátt fyrir
ungan aldur.
Borðtennisíþróttinni kynntist Jón í
íþróttahúsinu við Hafnargötu í Kefla-
vík. „Dellan greip mig strax“, sagði
hann. Nú æfir hann 4 sinnum í viku
a.m.k. „Það eina sem er erfitt við
að stunda borðtennis, er sú staðreynd
að tollurinn hirðir af okkur stórfé
vegna misskilnings. Það er ekki litið á
borðtennis sem íþrótt, heldur hobbi“,
sagði Jón. „Þannig kostar borðtennis-
spaði 4500 krónur, því 90—95% toll-
ur er á þeim, en aðeins 45% á íþrótta-
vöru almennt“.
Foreldrar Jóns eru þau hjónin Sig-
urður Brynjólfsson, skipstjóri á Sig-
urbjörgu KE 14, og Herdís Jóns-
dóttir, kona hans.
7