Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 22
Stress — Framh. af bls. 25 erfiðum leik, sýna allir við rannsókn mikla fækkun hvítra blóðkoma. Pessu er einnig þannig farið með þjálfara þeirra, sem utan vallar var og erfið- aði ekki líkamlega. Sú andlega áreynsla, sem hann verður fyrir með- an á leiknum stendur nægir til þess að koma hinu sameinaða varnarkerfi af stað. „Streytan“ vörn gegn vanda. Einmitt, þegar varnarkerfið er tek- ið til starfa myndast það ástand, sem við nefndum í daglegu tali ,,stress“ eða „streytu“. Erfitt er að skilgreina ná- kvæmlega merkingu þessara orða, flestum er merking þeirra að nokkm leyti ljós. Líkaminn er þrúgaður af andlegum eða líkamlegum vanda — vamarkerfið bregst við þessum vanda. með auknu magni hormóna. Ef aðeins er um að ræða lítilvægt vandamál, þá kemst allt fljótlega í samt lag en öðm máli er að gegna ef meiri alvara er á ferðum. Atvikum eins og slæmum bmna- sárum, miklum blóðmissi, eitmnum eða viðamiklum uppskurðum, fylgja oft ýmis sjúkdómseinkenni, sem eru merki þess, að líkaminn sé í „streytu- ástandi" á háu stigi. Er streytan hættuleg? Einstaklingur, sem á við langvar- andi „streytu" að stríða af einhverj- um orsökum myndar oft móteitur gegn vissri tegund í líkama sínum. Sýnt hefur verið fram á þetta með tilraunum á rottum. Dýrin voru van- in við að þola mjög lágt hitastig og aðlöguðu sig þeim aðstæðum fljót- lega. Aftur á móti kom í ljós, að hæfi- leiki þeirra til að þola „streytu" af öðmm orsökum hafði minnkað. Ýms- ar eiturverkanir höfðu meiri áhrif en fyrir þann tíma sem rottumar höfðu vanist kuldanum. Rétt er að undirstrika að „streyta“ eða ,,stress“ er í sjálfu sér ekki sjúk- dómur, heldur vörn gegn sjúkdómum og skaða. Aftur á móti er langvarandi „streytu“ ástand erfitt fyrir líkam- ann. Stöðug framleiðsla á hormóni geíur valdið minni framleiðslu á öðr- um hormónum, sem eru líkamanum nauðsynlegir. Má þar nefna kynhor- mónana. Ýmislegt bendir einnig til þess, að stöðug ,,streyta“ geti valdið skemmd- um á ýmsum líffærum, þannig að varnaráðgerðir líkamans, sem við höfum rætt um, verði honum ofraun að lokum. Líklega er magasárið, hækkaður blóðþrýstingur, hjartasjúkdómar, ýms- ir nýrna- og liðamótasjúkdómar af- leiðingar langvarandi „Streytu“. Margt bendir í þá átt, en rannsóknum er ekki svo langt komið enn, að auðið sé að fullyrða það með vissu. Hvað er til vamar? Enginn getur komist hjá „streytu" en reyna má að forðast hana eftir megni. Ert þú einn þeirra, sem vís- vitandi tekur grófa áhættu í umferð- inni? Ef svo er þá veldur þú sjálfum þér og samferðamönnum óþarfa streytu. Ert þú einn af þeim, sem ert með hugann fullan af vandamálum dagsins, þegar heim er komið að lokn- um vinnudegi? Geturðu ekki slappað af og ertu ergilegur? Ef svo er þá veldur þú sjálfum þér og þínum nán- ustu óþarfa streytu. Skildu starfið og vanda þess eftir á vinnustað og seztu ánægður og áhyggjulaus við kvöldverðarborðið. Gleymdu áhyggjum og erfiði dagsins. Gleymdu þó alls ekki þreytunni. Þreytutilfinningin er varnarmerki líkamans — merki hans um að vinnu- þrekið sé að minnka. Sé ekki tekið til- lit til þeirra merkja eða þau deyfð með lyfjum eða áfengi er voðinn vís og líkaminn slitnar fyrir tímann. Fáir þú umgangspest skaltu vera einn eða tvo daga í rúminu eftir að þú ert orðinn hitalaus. Þó hitastig líkamans sé orðið eðlilegt og hann sé búinn að vinna bug á veikindun- um er hann mun veikari fyrir öðrum áföllum og þarf því tíma til að jafna sig. Veltu ekki stöðugt fyrir þér vanda- málunum, þó flókin og erfið séu — hvíldu hugann reglulega og snúðu þér að öðru. Sjáðu góða mynd í bíó, taktu þér bók í hönd eða leiktu skák eða bridge. Þeir sem hafa ábyrgð á hendi ættu einnig að hafa í huga að létta af sér hluta ábyrgðarinnar eftir að fimm tugsaldrinum er náð. Menn eru ekki eins ómissandi eins og þeim flestum finnst sjálfum. •>_____________ Gunnar Huseby — Framh. af bls. 15 reynd er að einmitt þetta metkast var að mínu mati „misheppnað". Ég var að detta út úr hringnum. Það voru 4 köst eftir og ég taldi að þetta væri varla nema 15 metra kast. Bezt að láta vaða, hugs- aði ég. En einhvernveginn stóð ég innan hrings og átti löglegt. Ég held að enginn hafi orðið meira undrandi en ég sjálf- ur, þegar búið var að slá málbandinu á þetta.“ Eftir að þeir Gunnar og Torfi, sem báðir komu heim með Evrópumeistara- titla frú Brussel, komu heim, má segja að Gunnar hafi náð hátindi frægðar sinn- ar. Hann keppti fram yfir 1960, og var stöðugt „hinn stóri“ í sínum greinum, kúluvarpi og kringlukasti, en þar átti hann bezt 50.13 metra. Óskhyggja Þegar Gunnar lítur yfir farinn veg segir hann: „Ef ég héfði haft amerísku þjálfarana, sérfræðingana í kúlu og kringlu, þá er ekki gott að segja hveru langt ég hefði náð. Ég veit það bara að ég hefði örugglega verið meðal þriggja beztu, ef ekki beztur. Og hefði ég ekki verið veikur fyrir áfengi, hefði enn bet- ur gengið. En það þýðir ekki að vera vit- ur eftir á eða fullur af óskhyggju. Svona voru nú málin, ég' var íslendingur, að vísu með yndælismann sem þjálfara þar sem Benedikt heitinn Jakobsson var, og áfengið var mín veika hlið.“ „Ég átti ánægjulegar stundir á vell- inum við æfingar og keppni. Ég bar mik- ið úr býtum sem íþróttamaður, minna sem óbreyttur borgari. Ég er ekki ánægð- ur með lífshlaup mitt að því leyti og er ákveðinn í að spilla ekki meira af ævi minni, enda hef ég ekki snert áfengi í 8 mánuði. Það er nefnilega með okkur sem eru veikir fyrir að einn snafs er of mikið, hundrað flöskur kannski of lítið“. „Nú er það mín heitasta ósk að ég fái að starfa, lifa og hrærast með íþrótta- mönnum sem starfsmaður í mannvirkj- um þeirra. og eins og ég sagði endilega að verða Vesturbæingur að nýju, því þar eiga KR-ingar heima, ekki satt?“, sagði Gunnar þegar við kvöddum hann og þökkuðum skemmtilegt rabb. — JBP — 22

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.