Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 15
I hestamennsku Á vakt í slökkviliðinu, æft úti á Tjarn- argötunni við óskipta athygli vegfar- enda. framförum, miklum framförum. Menn sáU í þessum hávaxna og sterka unglingi mikið efni. Og 1940 byrjuðu blöðin að ýja að því að þarna væri á ferðinni efni í meiriháttar íþróttastjömu. „Um þetta leyti tók ég þá ákvörðun að sýna sjálfum mér og öðrum hvað ég gæti, ég skyldi verða frægur maður“, sagði Gunnar, þeg- ar við ræddum við hann. Á einu móti drengja á þessu tímabili keppti Gunnar í öllum greinum nema stangarstökki og langhlaupum. Hann hlaut 20 stig af 21, sem félag hans hreppti í þessu móti. Hann var nefni- lega ótrúlega sprettharður og fjaðurmagn- aður, endaþótt hann væri risi vexti og kraftalegur. 17 ára methafi Sautján ára að aldri varð Gunnar Huse- by íslandsmethafi, varpaði kúlunni 14.31 metra og síðar 14.63 metra það sumar. Sumarið áður hafði hann náð bezta ár- angri sumarsins í greininni, varpaði kúl- unni 13.14 metra. Met Kristjáns Vattnes var 13.64 metrar. Veturinn áður en Huseby sló metið hafði hann dvalið að Laugarvatni við nám í héraðsskólanum þar. En hinn ungi íþróttagarpur var ó- heppinn, skaddaðist í svifstökki í íþrótta- salnum og varð að hverfa frá námi vegna meiðslanna. Árið 1942 bætir Huseby met sitt í 14. 79, en 1943 tekst honum ekki að bæta árangur sinn. Loks gerist það ótrúlega. Pað er eins og hafi orðið sprenging. I fimmta og næstsíðasta kasti sínu á Allsherjarmóti ISÍ þýtur Gunnar Huseby eins og raketta inn í raðir beztu kúluvarpara Evrópu og heimsins. Hann nær 15.50 metra kasti, hafði áður í keppninni náð 1.25 metrum. Þetta ár eru Evrópuþjóðir reyndar í styrjaldarbáli flestar hverjar. Woellke frá Þýzkalandi á Evrópumetið, 16,60 metra. Þess má geta að þetta sumar vinnst bandaríska meistaramótið með 19.07 af Earl Autet, en Cannon vinnur á því móti kringlukastið með 49.40. Idrottsbladet, hið kunna íþróttablað Svía, sló upp á forsíðu sinni þetta sumar: Islands-feno- menen eða Islandsundrið. Þar var átt við Huseby. Taldi blaðið að Gunnar hefði mjög hagnast á veru setuliðs Bandaríkja- manna hér og hefði mikið af því lært. Vitaskuld var þetta úr lausu lofti gripið. Árið 1945 átti Gunnar við meiðsl að stríða, og náði hvergi nærri sínu bezta. „Gullöld“ Árið 1946 var hið stóra ár okkar í frjálsum íþróttum, fyrsta árið í þessari ,,gullöld“ okkar í frjálsum íþróttum. Gunnar varð Evrópumeistari á EM í Osló. „Mér fannst ég vera ósköp lítill þarna á verðlaunapallinum", sagði Gunn- ar og bætti við. „Og þó var ég einhvem- veginn svo stór. Mér leið satt að segja mjög einkennilega, þessu verður varla með orðum lýst. Vitaskuld var ég hreyk- inn þegar ég heyrði þjóðsönginn og sá íslenzka fánann við hún. Ég fann kökk hlaupa í hálsinn á mér og það var eins og kalt vatn rynni milli skinns og hör- unds“. I undankeppni var Gunnar fyrstur með 15.64, en 9 komust í úrslit af 13 kepp- endum, þ.e. þeir sem varpað höfðu yfir 14 metra. I blaðamannastúku sátu Kon- ráð Gíslason, íþróttablaðinu og Ingólfur Steinsson, Vísi. Gefum Konráði orðið: „Eftir 1. umferð höfðu allir hjartslátt, Gunnar hafði kastað 14.94 metra, en Rússinn (Gorjainov) 15.28. En í næstu umferð lyftist á okkur brúnin. Nú kast- aði Gunnar 15.56 m., en Rússinn ekki nema 14.95 og aðrir þaðan af styttra. Enn þá voru 4 köst eftir svo margt gat skeð. En við treystum á Gunnar. Þó var það svo, að í hvert sinn sem Gorjainov gekk í hringinn þá fengum við sting og urð- um órólegir og utan við okkur.“ En Gunnar fór með sigur, 15.56, 28 senti- metmm lengra en Rússinn. I kringlu- kasti komst Gunnar ekki í aðalkeppnina með 41.74 m kasti sínu. Þetta sumar var bezti Bandaríkjamaðurinn (Coulter) með 16.64. íslandsmet hafði Gunnar sett mánuði fyrir EM í Osló. Varpaði kúlunni 15.69 á Svíamótinu svonefnda í Reykjavík. Þá hafði hann loks eftir 6 ára þrotlausar til- raunir náð kringlukastsmetinu í sínar hendur, kastaði 45.40 metra skömmu fyrir EM. Næsta ár var Gunnar 6. á afrekaskrá Evrópu með 15.60 metra kas., Lipp, Rússlandi hafði sett nýtt Evrópumet, 16.73 metra. Glötuð ár Olympíuárið 1948 var „glatað ár“ að mestu fyrir Gunnar. „Mér fannst stöð- ugt unnið að því af vissum öflum að ég yrði ekki með í Olympíuliðinu. Sama til- finningin greip mig nú og þegar mér var fórnað fyrir annan, þegar farið var til Færeyja í knattspyrnuferðina forðum. En nú var það áfengið, sem komið var til sögunnar. Ég var ákveðinn í að hætta fyrir fullt og allt. Gunnar mætti til keppni á 17. júnímótinu það ár og sigraði með yfir 15 metra kasti, en eftir það lét hann keppni eiga sig. Þetta var leitt, því Gunnar átti möguleika á að komast á verðlaunapall á Olympíuleikunum, en 4. sætið hefði verið honum nokkuð öruggt. Þannig liðu árin. Gunnar var ekki hættur. En oft voru eyður á milli hjá Gunnari, og aldrei keppti hann á Olym- píuleikum. En Evrópumeistaratignina varði hann með sóma í Brússel 1950. Gunnar lagði mikið í keppnina, hann var einbeittur og ákveðinn, stóð utan við alla taugaveiklunina hjá öðrum „stjöm- um“ mótsins. í undankeppninni tókst hon- um strax stórvel, varpaði kúlunni 16.24 metra. Aðrir keppendur vom heilum metra lakar en þeir áttu bezt. I aðalkeppninni kom svo stóra kastið. — „16.74“ var talan á ljósatöflunni og menn setti hljóða. Keppandinn frá smá- ríkinu hafði ekki aðeins sett íslandsmet, heldur og Norðurlanda- og Evrópumet! Met Rússans Lipps hafði verið bætt um einn sentimetra, og menn vissu að í Gunn ari bjó miklu meira. „Annars var ég aldrei ánægður með stílinn, og einhvern veginn fannst mér að ,,misheppnuðu“ köstin yrðu lengst. Stað- Framh. á bls. 22 15

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.