Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 39

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 39
Hlíðarf jall... ir sem aðallega hafa áhrif á aðsóknina. Það eru fjárráð fólks, aðstaðan á staðn- um og tískan. Stofnkostnaðurinn þ.e. kaup á skíðaútbúnaði getur verið nokk- uð mikill. Hins vegar getur útbúnaður- inn enzt nokkuð lengi ef vel er hugsað um hann. Fyrir nokkrum árum var eng- inn maður með mönnum nema hann hefði það nýjasta og bezta sem til var. en sem betur fer virðist þessi tilhneig- ing vera að ganga yfir og fólk kemur nú hiklaust með gömlu skíðin sín. Aftur á móti virðist mér skíðafatatískan vera að fara meira út í öfgar. Það er ekki langt síðan flestir mættu í svörtum skíða- buxum og skíðastakk, en núna er þetta breytt. Fólk leggur meiri áherslu á glæsilegan fatnað til skíðaferðanna nú. Hvað aðstöðuna snertir, þá hefur hún verið gerð fjölbreyttari og þægilegri á undanförnum árum. Hér eru nú 4 skíða- lyftur. Þrjár þeirra miðast svo til ein- göngu við þarfir almennings, en sú fjórða er ætluð þeim sem lengra eru komnir í íþróttinni, svo og keppnisfólki. Síðast- nefnda lyftan var vígð nú fyrir skömmu og má segja að hún sé eins konar verð- laun til keppnisfólksins héma fyrir góð- an árangur undanfarin ár. Nýja lyftan liggur í erfiðu en skemmtilegu landi og ætti að geta orðið til góðs gagns fyrir þá sem leggja í fjölbreytilegar og háar brekkur. Allar helstu skíðabrekkumar em nú upplýstar á kvöldin og eykur það möguleika vinnandi fólks á því að geta skroppið á skíði virka daga. Hvað snertir tískusveiflurnar, þá tel ég að mikill áhugi sé nú á skíðaíþróttinni og vissulega nýtur Hlíðarfjall góðs af því. Eg vona bara að þessi áhugi dofni ekki þegar augu fólks hafa opnast á annað borð fyrir þeim möguleikum sem hér er uppá að bjóða. Iþr.bl: — Hvernig tekur íþróttamið- stöðin á móti nýliðum í íþróttinni? — ívar: — Hér bíða hvorki meira né minna en 7 skíðakennarar með opna arma. Þeir byrja á því að kanna hæfni fólksins og flokka það niður eftir getu. Ef viðkomandi kemur án skíðaútbúnað- ar getur hann fengið allt sem til þarf leigt á staðnum. Hér em stöðug nám- skeið í gangi. Á morgnana og milli kl. 5 og 7 á kvöldin eru námskeið fyrir 6— 11 ára börn. Þrjú kvöld í viku em skíða- tímar fyrir fullorðna og í vetur tókum við upp þá nýjung að vera með sérstök kvennanámskeið milli kl. 2 og 4 á dag- inn. Gárungarnir segja að þetta sé gert vegna kvennaársins. Auk þessa sækjast skólar víða að á landinu eftir að koma hópum hingað til lengri eða skemmri dvalar. Þessir hópar fá margir hverjir kennslu, annað hvort frá okkar kennur- um eða hjá eigin íþróttakennumm. íþr.bk: — Nú líður senn að páskum, en þá finnst mörgum tilheyra að fara í skíðafrí. Er einhver sérstakur viðbúnaður hér vegna páskanna? — ívar: Undanfarin 4 ár höfum við haft þann hátt á, að láta Ferðaskrif- stofuna Úrval sjá um sölu á gistirými hér á hótelinu um páskana, én hér er hægt að taka á móti 22 gestum í her- bergi. Auk þess er hægt að bjóða upp á svefnpokapláss fyrir all stóran hóp. Feröaskrifstofan hefur selt ferðir, gist- ingu og uppihald á einu heildarverði. Fimm daga dvöl hér um páskana í ár mun kosta 19.000 kr. Þessar páskaferð- ir ferðaskrifstofunnar hafa verið mjög vinsælar og þykir mér trúlegt að svo verði einnig núna. íþr.bl. — Hvemig gengur rekstur íþróttamiöstöðvarinnar fjárhagslega? Ivar: — Reksturinn hefur alltaf verið erfiðleikum bundinn. Það hefur verið taprekstur á hverju ári frá því byrjað var árið 1962, og hefur það komið í hlut Akureyrarbæjar að greiða hallann. Mörgum ofbýður þessi hallarekstur, en mér finnst ekki óeðlilegt að bærinn standi straum af þessum íþróttamann- virkjum eins og t. d. sundlauginni og íþróttahúsinu. Hins vegar hefði mér líka þótt eðlilegt að ÍSÍ veitti einhvem fjár- hagslegan stuðning til starfseminnar þar sem hér er um að ræða vetraríþróttamið- stöð ÍSl, en eins og kunnugt er rekur ÍSÍ sumaríþróttamiðstöð að Laugarvatni og lætur fé renna til hennar. íþr.bl: En heldurðu ekki að fjárhags- afkoman fari að batna ef áhuginn og aðsóknin halda áfram að aukast? ívar: — Því miður held ég að þar sé langt í land. Sl. tvö ár hefur aðsókn- in aukist um 50% en það hjálpar lítið. Starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar fer svo til eingöngu fram á tímabilinu frá jólum til páska. Þessi stutti tekjutími getur engan veginn fjármagnað alla starfsemi hér. Oft verða líka dauð tíma- bil á tekjutímanum vegna snjóaleysis eða ótíðar og gerir það okkur ennþá erfiðara fyrir. En þrátt fyrir þessar staðreyndir stefnum við að áframhaldandi uppbygg- ingu í Hlíðarfjalli. Þegar er búið að gera mælingar og lauslega kostnaðaráætlun vegna lyftu, sem á að liggja fyrir ofan nýjustu lyftuna og upp á svokallaða Reithóla, sem eru skammt neðan við fjallsbrúnina. Auk þess er stefnt að því að koma núverandi lyftukostnaði í full afköst, bæta aðstöðuna fyrir skíðagöngu- fólk og byggja stökkbraut fyrir þá sem áhuga hafa á þeirri grein. 39

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.