Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 44

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 44
Billjard: íþrótt, — en misskilin nf mörgum Billjard. Ósjálfrátt koma manni í hug reykfylltar búllur og hálftæmd viskíglös. Það er svona að hafa hugmyndir sínar úr „ammmmmerískum" bíómyndum. Unnendur þessarar íþróttar yrðu þó lík- lega feikilega reiðir ef þetta væri sagt við þá. Bilijard hefur af einhverri ástæðu aldrei náð neinni teljandi útbreiðslu hér á landi. Erlendis er þetta hinsvegar mjög vinsæl íþrótt, viðurkennd af alþjóðlegum íþrótta- samböndum og það eru haldin landsmót og heimsmeistaramót. Billjard-stofurnar hérna í Reykjavík eru hinsvegar ekki nema fjórar talsins og sú fjórða opnaði um mánaðamótin okt.—nóv. Hún heitir Júnó, eign Mos- fells h.f. og er til húsa við Skipholt 37. Júnó er allavega ekki nein reykfyllt búlla, þvert á móti. Þar er allt teppa- lagt í hólf og gólf og innréttingar ákaf- lega smekklegar. Þar hanga líka ,orginal“ málverk um alla veggi og eru til sýnis í gluggum, því eigendumir hafa tekið upp þann sið að bjóða listmálurum að hengja þar upp verk sín til sýningar. Þetta hefur reynst vel, bæði fyrirtækinu og lista- mönnunum. Erla Axelsdóttir er þar með sýningu núna og er hún fjórði listmálar- inn sem skreytir húsakynnin. Sveinn Áki sagði okkur dálítið frá fyrirtækinu: — Sem stendur erum við með átta borð. Fjögur eru hérna á efri hæðinni og fjögur niðri í kjallara. Þetta em lögleg alþjóða borð, 6x12 fet. Við eigum svo það níunda í pöntun. Það verður svo- kallað „krambúl" borð og er geysilega fínt, battarnir upphitaðir hvað þá annað. Heimsmeistaramótin eru haldin á slíkum borðum. — Nú er þetta mjög vinsæl íþrótt er- lendis, hvernig stendur á að hún hefur ekki náð útbreiðslu hér? — Ég býst við að það sé í og með vegna þess að þetta er nokkuð dýrt. Það hafa fæstir efni á að kaupa sér svona borð og þau þurfa líka töluvert pláss. Hinsvegar er þó nokkur hópur manna sem stundar þetta og þær billjardstofur sem til eru, eru vel sóttar. Það er yfir- leitt ekkert lát á borðanýtingunni. — Af einhverri ástæðu hefur þetta líka slæmt orð á sér hérna heima. Ég skil ekki af hverju, því það er alveg ástæðu- laust. Umgengni hér er mjög til fyrir- myndar. Það er t. d. alveg bannað að reykja yfir borðunum og við höfum ekki átt í neinum vandræðum með að framfylgja því. Ef fólk kemur í snyrtilegt umhverfi gengur það snyrtilega um, svo við höfum ekki yfir neinu að kvarta. — Það er opið hér frá 9—11,30 og aðsóknin er það góð að hún sýnir að áhugann skortir ekki. Það kemur hingað töluvert af unglingum og við höfum ekki séð neina ástæöu til að amast við því. Þeir haga sér kurteislega og hér fer ekk- ert fram sem þeir gætu haft skaða af. Hinsvegar fá þeir ekki að vera héma á kvöldin en það er bara í samræmi við al- mennar reglur um ferðir unglinga. Látið lekastraums- liða lengja lífið SAMVIRKI beitir sér fyrir framgangi nýjunga í rafmagnsiðnaði og rafbúnaði: LEKASTRAUMSLIÐAR. Helstu kostir: 1. Hann getur varnað slysum (raflost) 2. Hann kemur upp um útleiðslu á rafkerfinu og kemur í veg fyrir óæskilega rafmagnseyðslu. 3. Hann tilkynnir bilun með útleysingu. 4. Hann er eldvörn og öryggistæki í sérhverju húsi, þar sem rafmagn er notað — sé hann fyrir hendi í kerfinu. Samvirki mælir með Lekastraumsliða og setur þá upp. SAMVIRKI Ármúla 21 — Sími 8 20 23 Rauðarárstígur 18 — Sími 1 54 60 44

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.