Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 8
FIMLEIKAR:
Sigurður — góður við-
skiptavinur Landleiða!
Sigurður T. Sigurðsson er líklega einn
bezti „kúnni“ Landleiðavagnanna.
Hann ferðast til og frá Reykjavík
daglega að heita má til þess að kom-
ast á fimleikaæfingar. Hann var kjör-
inn fimleikamaður ársins 1974. Enda
þótt hann sé ungur að árum, 17 ára,
varð hann fimleikameistari íslands á
síðasta ári, og stefnir að öðrum titli
nú, en segir að við ramman reip verði
að draga eins og síðast.
I Hafnarfirði segir Sigurður að ekki
sé um neina aðstöðu að ræða til fim-
leikaæfinga. Æfir hann því með KR,
sínu félagi, og Ármanni. Alls eru
þetta fjórar æfingar í viku, og stund-
um verða þær fleiri.
„Það versta er að missa úr þessa
mánuði á sumrin", segir Sigurður. „Ef
vel ætti að vera þyrftum við að geta
haldið okkur við a.m.k. Að vísu
bjargaði þjóðhátíðin miklu í fyrra, þá
vorum við að æfa fyrir dagskrána“.
Þetta er þriðji veturinn hjá Sigurði
í fimleikum, en hann stundar nám við
menntadeild Flensborgarskóla. For-
eldrar hans eru hjónin Sigurður T.
Sigurðsson og Alda Sigurðardóttir.
FRJÁLSAR ÍÞRÖTTIR:
Erlendur — stutt keppnis-
tímabil — en árangursríkt
Erlendur Valdimarsson, frjálsíþrótta-
maður ársins 1974 átti ekki langt ár
í fyrra. Keppnistímabil hans stóð
ekki nema frá 8. júlí til 25. ágúst.
Hann keppti 7 sinnum. Kapparnir
erlendis keppa 50—80 sinnum á
keppnistímabilinu. Samt auðnaðist
Erlendi að ná frábærum árangri í
kringlukastinu, hann kastaði 64.32
metra rétt fyrir Evrópumeistaramót-
ið, — sem hann hafði hafnað að taka
þátt í.
Erlcndur sagði að hann bindi miklar
vonir við kastvöllinn, sem nú á að
koma við Laugardalsvöllinn. Á Mela-
velli getur hann ekki hreyft sig að
gagni.
Erlendur er 26 ára að aldri, upp-
runninn af Skeiðunum, en flutti ungur
til Reykjavíkur. Hann keppir undir
merkjum ÍR, og er að mestu eigin
þjálfari í sinni grein. Hann aefir nú
af fullum krafti, og vonandi fáum við
að sjá 65 metrana bráðlega hjá Er-
lendi, — og að sjálfsögðu síðan lengri
köst. Þau búa áreiðanlega í þessum
þrekmikla íþróttamanni.
GLÍMA:
Hjálmur — fór með föður
sínum á fyrstu æfinguna
Hjálmur Sigurðsson var kjörinn
glímumaður ársins 1974. Hann er
Reykvíkingur, fæddur þar og uppal-
inn, en er annars ættaður úr Borgar-
firði og Eyjafirði. Hann hafði stund-
að frjálsar íþróttir, flestar greinar, en
þó mest köstin, þegar faðir hans fór
með hann á glímuæíingu. Faðir hans
var á sínum yngri árum glímumaður
og vildi gjaman að sonurinn fylgdi í
fótspor sín.
Fljótlega komu í ljós góðir hæfi-
leikar hjá unga manninum og undan-
farið hefur hann náð mjög góðum
árangri í kappglímu á mótunum. I
fyrra vann Hjálmur íslandsglímuna,
en hann er í 2. þyngdarflokki (75—
84 kg.). Auk þess hlaut hann fegurð-
arverðlaun keppninnar.
Glímumenn æfa ekki annað eins og
margir aðrir, taldi Hjálmur, 3 æfingar
í viku þó. „Tvímælalaust er greinin
á uppleið", sagði Hjálmur. „Það er
mun meira af sterkum glímumönnum
í góðri æfingu í vetur en verið hefur“.
Og það er að miklu að keppa, því
hópur glímumanna verður sendur
vestur til fslendingabyggða í sumar á
Islandshátíðina þar. Hjálmur er 25
ára og lauk í fyrra prófi í viðskipta-
fræðum frá Háskóia fslands. Starfar
hann nú hjá verktakafyrirtækinu
Miðfelli h.f. Kona hans heitir Sig-
ríður Sigurðardóttir og eiga þau 3
börn.
8