Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 19
Johait Cruyff ...
Um fjölskyldu sína og einkamál ræðir
hann ekki. Það er þó á allra vitorði að
Crayff er margfaldur milljónamæringur,
jafnvel þó í dollurum sé talið. Auðæfi
hans eru ekki öl! runnin beint af knatt-
spyrnusnilli hans. Með aðstoð tengda-
föður síns, sem er efnaður skartgripa-
sali, hefur hann ávaxtað fjármuni sína á
ýmsan hátt.
Cruyff-kvikmynd og hljómplata.
Ein aðferðin var að gera kvikmynd
um lífsferil sinn — sem nefnd var
„Númer 14.“, en það er númerið á knatt-
spyrnupeysu Cruyff.
Myndin fékk slæma dóma hjá gagn-
rýnendum en aðdáendurnir létu það sem
vind um eyrun þjóta og hópuðust í kvik-
myndahúsin. Á Spáni var myndin sýnd í
margar vikur og gaf af sér miklar tekjur.
Cruyff gerði sér þá litið fyrir og gaf
ágóðann allan til bágstaddra á flóðasvæð-
unum á Norður-Spáni.
Hljómplata með söng hans á laginu
„En það mark!“ hefur einnig notið mik-
illa vinsælda í Hollandi sem á Spáni. Stór
hluti tekna hans kemur einnig frá aug-
lýsingafyrirtækjum en Cruyff er vinsæll
auglýsandi á allskonar vörutegundum,
svo sem þvottaefni, málningu og mörgu
fleiru.
Fékk Ajaxskírteini í skírnargjöf.
Johan Cruyff fæddist í Amsterdam, og
var heimili hans rétt við leikvang Ajax
en þar starfaði móðir hans sem ræstinga-
kona. Sitt fyrsta skírteini, sem meðlimur
í Ajax fékk hann í skírnargjöf.
Sextán ára að aldri lék hann fyrsta
leik sinn með aðalliðinu og þeim leik
gleymir hann aldrei.
„Við áttum við erkióvininn Feyenoord
að etja og við töpuðum 9—3,“ segir
Cruyff. „Ég gerði tvö mörk en það var
lítil huggun.“
Petta er einkennandi fyrir knattspyrnu-
manninn Johan Cruyff — manninn, sem
tvisvar hefur verið kjörinn knattspyrnu-
maður ársins í Evrópu. Hann er tilbúinn
til að leggja mikið á sig fyrir liðið og
meðleikmennina. En hann er einnig ein-
leikari — allt þetta í einu — allsstaðar
jafnvígur.
Leikstíll Cruyff er einstakur. Tækni
hans einstök og skilningur hans á leikn-
um einnig. Þegar hann er á leikvellin-
um stjórnar hann — annað er óhjá-
kvæmilegt og engum kemur annað til
hugar.
Eins og áður sagði, hefur hann þau
áhrif á samherja sína að þeir fyllast eld-
móði og krafti — það sanna bezt dæmin
um gengi Ajax og Barcelona með hann
í sínum röðum.
Hógvær en ákveðinn.
Við komuna ti! Barcelona hitti Cruyff
aftur Rinus Michels, sem var lærifaðir
hans hjá Ajax og þjálfaði einnig holl-
enska landsliðið fyrir heimsmeistara-
keppnina.
„Hann á heiðurinn að velgengni
Barcelona og Hollands" segir Cruvff.
sem fremur kýs að ræða kosti annarra
en sjálfs sín.
Cruyff er þó enginn veifiskati, sem læt-
ur hlut sinn baráttulaust. Þegar velja átti
fyrirliða hollenska landsliðsins fyrir
heimsmeistarakeppnina í fyrra hafði fyrr-
um vinur og félagi hans, Piet Keizer,
unnið að því ötullega, að tryggja sér
stöðuna, með ýmsum aðferðum. Hann
taldi sér atkvæði meirihluta leikmanna
trygg og stakk því upp á Ieynilegri skrif-
legri atkvæðagreiðslu.
Til hennar kom þó aldrei, því Johan
Cruyff spratt á fætur og tilkynnti hátt
og skýrt: „Ég gef kost á mér til endur-
kjörs“. Stóð síðan rólegur og beið eftir
viðbrögðum annarra. — Ekkert gerðist,
hann var áfram fyrirliði.
í annað skipti krafðist meirihluti hol-
lensku leikmannanna þess, að Frantisek
Framh. á bls. 45
Þegar Holland leikur landsleik hljómar Utan leikvangsins er hann þægilegi
frá tugþúsundunum á áhorfendapöllun- félaginn, hjálpsamur og skemmtilegur,
um: Cruyff . . . Cruyff. . . . Þeim hróp- sá sem aldrei er of önnum kafinn til
um er beint til leikmanns nr. 14, stjörn- að svara spurningum aðdáenda eða ann-
unnar, sem einn og með aðstoð félaga arra. Þá er sama hvort þær eru bornar
sinna á að gera það sem hollensku áhorf- fram á hollensku, ensku, þýsku eða
endurnir vilja — sigra. spænsku, öllum er jafn vel tekið.
19