Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 10
KNATTSPYRNA: ióhannes — með augun á atvinnumennskunni Knattspyrnumaður ársins 1974 er 24 ára gamall íþróttakennari, Jóhann- es Eðvaldsson úr Val. Augu hans beinast nú mjög að atvinnuknatt- spyrnunni í Evrópu. Hann hefur feng- ið tilboð, en honum finnst ekkert liggja á. „Ég er laus og liðugur og get andað rólega, vegið og metið til- boðin“. Jóhannes er nú í Holbæk í Danmörku, stundar þar nám í sjúkra- þjálfun og mun leika með 1. deildar- liði Holbæk. Jóhannes er fæddur í Vestmanna- eyjum, sonur Edvald Mikson, nudd- arans góðkunna og eiginkonu hans Sigríðar Bjarnadóttur. Bæði hafa þau hjónin stundað íþróttir með árangri, Mikson margfaldur landsliðsmaður í Eistlandi á yngri árum, Sigríður frjáls- íþróttakona í Eyjum. „Ég man vel eftir fyrsta markinu, sem ég skoraði í meistaraflokki Vals“, segir Jóhannes, „skoraði í bláhom í mínum öðrum leik, það er gegn Akra- nesi. Hinsvegar man ég lítið eftir mínum fyrsta leik í meistaraflokki“. Jóhannes hefur 10 landsleiki að baki og hefur þótt skara fram úr lengst af. Hann hefur ekki alltaf þótt láta að stjórn og verið settur út af sakrament- inu fyrir þær sakir, að hann taldi sjálf- ur. „Ég hef sagt stór orð á stundum, — og fyrir það hef ég líka verið látinn gjalda“, sagði hann. ,,en ég er nú einu sinni svo gerður að ég læt ekki vaða ofan í mig með skítuga skóna, og líð það engum, háum né lágum“. „Ég vona að ég hafi gert rétt í að velja Holbæk frekar en Morton“, sagði Jóhannes að lokum. „Ég tel mig verða meira í brennidepli í Dan- mörku en í Skotlandi, auk þess sem ég mun fá tækifæri til að læra fag, sem ætti að koma að notum í fram- tíðinni, því ekki verð ég knattspymu- maður til eilífðamóns'. KÖRFUKNATTLEIKUR: Kristinn — einn úr hinum ósigrandi KR-kjarna Kristinn Stefánsson úr KR, Körtu- knattleiksmaður ársins, hcfur um margra ára skeið verið einn vinsæl- asti körfuboltamaðurinn okkar. Róleg- ur og yfirvegaður leikmaður er hann, nýtur þess að vera 198 sentimetrar, sem er að sjálfsögðu mikill kostur í þessari grein íþrótta. Hann byrjaði vestur í bæ að sparka boita með KR-ingum, eins og títt er um unga menn þar um slóðir. Um 12 ára aldur „villtist“ hann í iR-húsið við Túngötu og æfði þar meðal annars með Kolbeini Pálssyni og Gunnari Gunnarssyni. Allir áttu síðar eftir að skapa kjama ósigrandi KR-liðs ásamt fleirum góðum körfuboltamönnum. Síðan lá leiðin í KR hjá Kristni, og enn aftur í ÍR. En 15 ára var hann endanlega í KR. Meistarar urðu pilt- arnir í 2. flokki, og frá 1965 til 1970 var KR hið ósigrandi afl í körfubolt- anum. Síðan hefur gengið á ýmsu, en KR er stöðugt meðal beztu liðanna. „Að sjálfsögðu stefnum við að sigri núna eins og alltaf“, sagði Kristinn, en keppnin í 1. deildinnkí körfubolta er nú meira spennandi en nokkru sinni fyrr. Kristinn er verzlunarskólagenginn, starfar sem skrifstofumaður hjá Stál- smiðjunni og er kvæntur Magnúsínu Valdimarsdóttur, en liún er af Skag- anum. Þau búa í Breiðholti og eiga 2 státna stráka og von á þriðja barn- inu í þessum mánuði Kristinn hefur leikið 29 landsleiki og er mcðal leikja- hæstu lcikmanna landsliðsins. LYFTINGAR: Árni Þór — Norðurlanda- meistari í fyrra Árni Þór Helgason, lyftingamaður ársins 1974, er áberandi kröftulegur og stillilegur, aðeins 19 ára gamall og stundar nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann er KR-ingur en á þó heima á flötunum í Garðahreppi. Spurðum við hann að sjálfsögðu hvernig það mætti vera. Upplýsti hann okkur þá um, að hann væri nýlega fluttur suður á flatimar en hefði áður átt heima í vesturbænum. Þurfti þetta því ekki frekari skýringar við. Árni Þór byrjaði snemma að æfa frjálsar-íþróttir hjá KR. Fyrst lagði hann stund á spretthlaupin en síðan sneri hann sér að kúlu og kringlu- köstum og í tengslum við það kynnt- ist hann lyftingum sem hð í þjálfun fyrir köstin. En nú iðkar hann sem sagt lyftingar af krafti og æfir yfir- leitt 3—4 sinnum í viku og hefur náð mjög góðum árangri. Hæst ber Norðurlandameistaratitil hans á s.l. ári í milliþungavigt unglinga, þ. e. 20 ára og yngri. Hann bar einnig sigur úr býtum í íslands- og Reykjavíkur- meistaramóti unglinga. Árni Þór sagð- ist æfa mest upp á eigin spýtur, þar sem enginn fastur lyftingaþjálfari væri hér starfandi, en sagðist jafn- framt njóta aðstoðar og tilsagnar lyft- ingarmanna sem heföu meiri reynslu, eins og t. d. Óskars Sigurpálssonar og Gústafs Agnarssonar. Hann er staðráðinn í að æfa lyft- ingar áfram og spurðum við hann hvort hann byggi sig ekki kappsam- lega undir Norðurlandameistaramót- ið í lyftingum, sem halda á hér á landi í vor. Ámi sagði óvíst um þátttöku sína í því móti, því að á sama tíma stæði sem hæst undirbúningur próf- anna í skólanum og ekki væri alltof auðvelt að láta þetta falla saman. 10

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.