Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 31
SVEFNBEKKJA Íþrétt AMMUNITÍO Vesturröst: Skyttan á bakvið búðarborðið Þaö eru allskonar skotvopn í rekka upp við einn veginn, riflar af mismun- andi stærð og gerð og haglabyssur, ein- hleyptar og tvíhleyptar. Og bak við búð- arborðið er einn af þekktari skotmönn- um landsins. Hann er beinskeyttur og harðskeyttur og það er jafnan ákaflega fagnað þegar hann hittir í mark. En skot hans eru ekki banvæn þótt þau ráði stundum úrslitum í átökunum, því skyttan sem við erum að tala um er Ólafur H. Jónsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta. Allir vita að hann er fyrirliði landsliðsins, en þeir eru kannski færri, sem vita að jafnframt því stundar hann nám í viðskiptafræði við Háskólann og rekur ásamt föður sínum sportvöruverzlunina Vesturröst að Laugavegi 178. Þeir Jón Andrésson og Ólafur hafa rekið verzlunina í fimm ár. — Ég get nú varla sagt að ég reki verzlunina eins og nú er málum háttað. Ég kem a.m.k. ekki mikið við daglegan rekstur hennar er hér aðeins nokkra tíma á dag þegar frí gefst frá lestri og æfing- um. Þetta kemur því mest niður á föður mínum og bróður sem sjá um afgreiðsl- una og ýmsa aðra þætti. — Við höfum rekið þessa verzlun í fimm ár. Það hefur gengið ágætlega og sem betur fer bæði fyrir okkur og þjóð- ina finnst mér áhugi á íþróttum og úti- lífi fara vaxandi. Það er gott fyrir þjóð- ina vegna líkamlegs heilbrigðis og fyrir okkur vegna þess að þá gengur rekstur- inn jú betur. — Við erum með úrval af allskonar almennum sportvörum en þó held ég að megi segja að við leggjum einna mesta áherslu á byssur og skotfæri og svo skíðaútbúnað. — Við höfum verið með spænskar haglabyssur og svo haglabyssur og riffla frá Bmo verksmiðjunum í Tékkóslóva- kíu. Þær verksmiðjur em þekktar fyrir vönduð vopn og tiltölulega ódýr enda hafa þau náð töluverðum vinsældum hér á landi sem annarsstaðar. Framh. á bls. 42 Nýr ódýr 2ja manna sófi Verð aðeins 24.570 Höfðatúni 2. Sími 15581 31

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.