Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 33
Skiði
Þótt landið okkar heiti ísland er það
nú svo að það er langt frá því að hér
sé alltaf góður skíðasnjór um vetur og
jafnvel þótt svo sé þá eru skíðabrekk-
umar í okkar fögru fjöllum ekki eins
góðar og gerist sumsstaðar þar sem fólk
talar framandi tungu. Nefndu t. d. Alp-
ana á nafn og sjáðu hvað „skíðahetjan"
kunningi þinn verður dreyminn til augn-
anna.
En það er því miður heldur dýrara að
axla skíðin fyrir alpaferð en sunnudags-
ferð upp í Bláfjöll og um margra ára
skeið vom það ekki nema alríkustu
skíðamenn sem gátu leyft sér að hugsa
um slíkan munað. Ekki er það nú orðið
beint ódýrt ennþá en þó vel viðráðanlegt
ef nægur skíðaáhugi er fyrir hendi.
Loftleiðir hf. hafa um nokkurra ára
skeið selt það sem þeir kalla skíðapakka
í Bandaríkjunum og Flugleiðir h.f. hyggj-
ast halda þessu áfram, enda gefið góða
raun. Til þess svo að gefa íslenzkum
skíðamönnum tækifæri til að bregða sér
á skíði í Ölpunum og kannske svona ör-
lítið í og með til að selja fleiri farmiða
tóku Flugleiðir upp á því að bóka Is-
lendinga inn í þessar ferðir frá Banda-
ríkjunum til Alpafjalla.
Beggja þjóða farþegar em fluttir til
Luxemborgar og þaðan upp fjöllin. I
Luxemburg bíða farþeganna sérstakir
langferðabílar og vel upplýstir og þaul-
æfðir fararstjórar halda þeim selskap í
tíu tíma ævintýraferð um Mosel, yfir
Rín, gegnum Stuttgart, Munchen og fleiri
fagra staði og upp í Kitzbuhel eða
Chamonix en svo heita skíðastaðirnir.
Þetta er engin þreytandi bílferð því það
er reynt að gera hana að lystireisu útaf
fyrir sig og svo er farið í gegnum sögu-
fræg og fögur héruð, sem fararstjóram-
ir (allir enskumælandi) lýsa og segja frá.
Sem fyrr segir er um tvo staði að
velja: Kitzbuhel í Austurríki og Chamon-
ix Frakklandi. Á siðasta ári seldu Flug-
leiðir 2500 slíka skíðapakka í Bandaríkj-
unum og þótt við ýmsa risa sé að keppa,
svo sem Alitalia, Air France og Luft-
hansa, sem á sinn eigin skika í Ölpunum,
hefur Flugleiðapakkinn selst best.
í BREKKUM ALPANNA
33