Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 25

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 25
ir vart andanum fyrir mæði. Sem betur fer — já sem betur fer annars hefðir þú ekki lifað sprettinn af. Skíðamaðurinn fór heim sólbrúnn og ánægður með sjálfan sig enda út- litið í bezta lagi. í raun og veru er hin eftirsótta sólbrúnka vörn líkam- ans gegn skaðlegum útfjólubláum geislum. Á frímerkinu sem þú vættir með tungunni var fullt af skaðvænlegum veirum, sem samstundis fóru út í blóðið. Líkaminn lætur ekki á sér standa frekar en fyrri daginn og myndar mótefni, sem gerir aðkomu- sýklana óvíga — og lífi okkar er borgið. Á þeim milljónum ára, sem líkam- inn hefur verið að þróast í það horf, sem hann er nú —- hefur hann sí og æ verið að læra að mynda nýjar og nýjar vamaraðferðir og varnar- efni. Með þessari stöðugu varnarbar- áttu snýst hann gegn þeim vanda, sem við völdum honum frá degi til dags. Aðlögunarhæfni líkamans er ótrú- lega mikil. Sú hæfni hans er raun- vemlega undirstaðan undir áfram- haldandi lífi manneskjunnar hér á jörðu. „Almannavarnarráð“ likamans tekur í tauniana. Háþróaðar lífvemr eins og maður- inn verður þrátt fyrir allt að teljast ráða yfir fjöldanum öllum af sérstök- um varnarstöðvum. Stöðvum, sem hver um sig bregst við sérslakri teg- und árásar á líkamann. Auk þeirra er einnig varnarkerfi í líkamanum, sem ávallt er reiðubúið, hvað sem á bjátar. Nokkurs konar ,,almannavarnarráð“ — ekki skiptir máli hvert eða hvar hættuástand verð- ur í líkamanum, þetta almenna varn- arkerfi sendir lið sitt á vettvang. Vitneskju okkar í þessu efni eig- um við fyrst og fremst að þakka kanadiska lækninum Hans Selye (framb. Selje). Árið 1936, komst hann fyrst á sporið, þegar hann við lækn- iðaðgerð kynntist þessu undir manns- líkamans. Síðan hefur hann stöðugt unnið að rannsóknum á þessu sviði og frætt okkur nánar um efnið í mörg- um bókum og tímaritsgreinum. í dag er vitneskja okkar það mikil, að við vitum að hormónamir skipa mikilvægan sess í aðlögunarkerfi líkamans. Hvernig er vorninni háttað? í aðalatriðum vinnur varnarkerfi líkamans þannig að við öll skaðleg- atvik — hver sem þau eru — valda því að keðja verkana verður í líkam- anum. Alltaf er brugðist eins við þess- um skaðlegu atvikum. Hvort sem við brennum okkur eða lendum í ofsakulda — reynum mikið á vöðvana eða verðum fyrir sterkri geðshræringu verður heiladingullinn fyrir þeim áhrifum, að hann gefur strax frá sér aukið magn nýrnahettu- hormóna og sendir þá út í blóðið. Við það eykst starfsemi nýrnahett- anna og framleiðsla á nýrnahettuhor- mónum af cortisontegund eykst. Þessir hormónar hafa mjög víðtæk áhrif: þeir hafa áhrif á hraða líkams- starfseminnar, samsetningu blóðsins, hvemig og hve fljótt líkaminn bregst við óvelkomnum sýklum, auk margs annars. Á þennan hátt aðstoðar hormóninn hið sameinaða varnarkerfi líkamans. Til eru ýmsar leiðir til að ganga úr skugga um, að aukning verði á magni nýrnahettuhormónsins. Ef blóð- sýni er tekið og athugað hvort hvítu blóðkomunum hefur fækkað, og svo reynist, er það ömgg sönnun fyrir auknu magni þessa hormóns. Við getum nefnt til dæmis, að leikmenn handknattleiksliðs, sem lokið hafa Framh. á bls. 22 Iþróttir 09 hollusta 25

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.