Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 42

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 42
Olafur — Framh. af bls. 31 Aðal byssuumboðið okkar er þó frá Remington verksmiðjunum í Bandaríkj- unum. Þær þarf ekki að kynna nánar, allir sem eitthvað þekkja til skotvopna vita að frá þeim koma aðeins úrvals- vopn. — Við erum einnig með mikið af allskonar skotfærum í riffla- og hagla- byssur af ýmsum hiaupvíddum og ein- skorðum okkur ekki við þær hlaupvíddir sem við sjálfir seljum heldur erum einn- ig með skot af öðrum stærðum. — Hvað skíðin snertir leggjum við mesta áherslu á finnsku Harju skíðin. Á Harju skíðum hafa 3 orðið Olympiu- meistra og 1 heimsmeistari. Finnar hafa alltaf verið miklir skíðamenn og kunna vel til verka við slíka framleiðslu enda er þessi verksmiðja einhver sú stærsta í Evrópu. Það eru Harju gönguskíðin sem við leggjum mesta áherslu á og við höfum auðvitað allt sem til þarf annað. — Skíðafötin sem við seljum eru einn- ig frá Finnlandi. Önnur skíði en göngu- skíði hafa hækkað gífurlega að undan- fömu og það sem með þeim þarf einnig. Hinsvegar er hægt að fá gönguskíði og gönguútbúnað á mjög þolanlegu verði ennþá. — Auk þeirra finnsku emm við svo með skíði frá Rossignol verksmiðjunum frönsku og skíðaskórnir em frá Koflach. Gönguskíði hafa held ég verið vanmetin hérna, og em þau þó heilbrigðasti liður skíðaíþróttarinnar og íþrótta yfirleitt. Rannsóknir hafa ieitt í ljós að súrefnis- taka er langmest þegar verið er á göngu- skíðum. Frjálsar íþróttir em einnig uppi á toppnum í þessu, en þessar tvær grein- ar eru svo langt fyrir ofan þá sem er næst á listanum. — Nú, en þótt við hugsum mikið um skíðamenn og skotmenn þá vanrækjum við ekki aðra ef við getum komist hjá því. Lax og silungsveiði er einnig geysi- lega vinsæl hér á landi og við reynum að hafa útbúnað okkar í samræmi við það. Við erum einnig með það sem til þarf í útilegur og svo allskonar smá- vömr aðrar sem þarf fyrir hinar og þessar íþróttagreinar. Eitt er það þó sem furðulegt nokk, vantar í vörulagerinn hjá Vesturröst. Þar fást engir handboltar. — Það er nú eiginlega skömm að þurfa að viðurkenna að við erum ekki með neitt fyrir boltaíþróttir. En það stendur til bóta. Ég hef bara ekki haft tíma til að hyggja að því, enda nóg að gera og þar sem ég myndi nú að öllum líkindum sjá um val á boltavöru, þá hefur þetta orðið útundan. En sem sagt það verður bætt úr því. JOHNS-MANVILLE gleryllar- emongrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum I dag. Auk þess fáið þér frian álpappir með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Muniö Johns-Manville i alla einangrun. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. ™í JÓN LOFTSSON Hringbraut 121 . Simi 10-600 ^@J|| 4 HF. BILANAUININ ALMÁLUN - BLETTANIR LAKKBÖKUN (LakkiÖ hert í ofni) H Notum aðeins viðurkennd efni.. Mikil reynsla heima og erlendis Leitið J L Reynið tilboða .411\ viðskiptin! BILANALUNIN Eyrartröð 6, Hafnarfirði sími 53397 42

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.