Íþróttablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 6
íþróttablaðið 40 ára
Stjórn ÍSÍ á árunum 1918—1921: Axel Tulinius, Halldór Hansen, Ben-
ediktG. Waage, Hallgrímur Benediktsson og Guðmundur Björnsson.
Þótt íþróttablaðið minn-
ist nú 40 ára útgáfustarf-
semi sinnar, er raunar enn
lengra frá því að blaðið hóf
göngu sína, — rösk 55 ár
eru nú liðin frá því að blaðið
kom fyrst út. Þegar litið er
yfir farinn veg, kemur í Ijós,
að ekki hefur útgáfustarf-
semin alltaf verið dans á
rósum og íþróttablaðið hef-
ur snemma glímu sína við
þann draug sem lengst af
hefur fylgt því síðan, þ.e.
fjárskortinn. Samkvæmt
þeim skýrslum sem fyrir
liggja um útgáfu blaðsins,
hafa komið út af því 45 ár-
gangar, með mjög mismun-
andi fjölda tölublaða, en
einhverra hluta vegna hefur
árgangatal blaðsins, miðast
við endurvakningu þess árið
1935, en síðan eru raunar
liðin 45 ár, en fimm árgang-
ar hafa fallið út á þessu
tímabili.
íþróttablað íþróttasambands
íslands var ekki fyrsta íþrótta-
blaðið sem gefið var út á íslandi.
Það var blað sem íþróttafélag
Reykjavíkur gaf út, sem getur
gert tilkall til þess að kallast
fyrsta raunverulega íslenska
íþróttablaðið. Blað þetta hét
Þróttur og hófst útgáfa þess árið
1918. Fyrsti ritstjóri Þróttar var
Benedikt G. Waage, síðar forseti
Iþróttasambands íslands og bar
útgáfustarfsemin vitni um
ódrepandi áhuga hans og
dugnað. Var Þróttur hið blóm-
legasta rit á tímabili, og komu út
allt að 12 blöð á ári. Fjárhagsleg
afkoma blaðsins var hins vegar
löngum erfið, en það naut nokk-
urs styrks frá íþróttasambandinu,
sem hefur vafalaust hjálpað því
yfir erfiðasta hjallann.
Það mun hafa verið á ársþingi
íþróttasambands Islands árið
1921, sem þeirri hugmynd var
fyrst hreyft að íþróttahreyfingin
réðist í útgáfu á íþróttablaði —
eigin málgagni. Fjallað var
nokkuð um málið á þinginu, og
því síðan vísað til stjórnarinnar.
Eftir umfjöllun í stjórninni kom
fram vilji á að hefja útgáfu blaðs,
sem koma átti út „helst mán-
aðarlega“, en ekki varð þó af því í
bili að hugmyndinni yrði hrint í
framkvæmd, þar sem fjárskortur
hamlaði. Málinu var þó haldið
vakandi og í skýrslu stjórnar ÍSÍ
fyrir starfsárið 1923—1924 segir
m.a. svo:
„Stjórnin hafði fullan hug á að
hrinda blaðamálinu í fram-
kvæmd síðastliðinn vetur, þó að
þess yrði ekki auðið. En i fyrra-
haust var farið fram á það við
íþróttafélag Reykjavíkur, að það
seldi sambandinu „Þrótt“, bæði
til þess að njóta kaupendafjölda
blaðsins og til þess að tryggja
sambandinu að gamalt og vinsælt
íþróttablað drægi ekki of mikið
frá fyrirhuguðu blaði sambands-
ins. Drógust samningar um þetta
6