Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 11
um sinna. íþrótt og list eru svo skyld hugtök, að á vörum fólksins hafa myndast orðtök og spak- mæli, sem tjá þetta í sömu andrá. Þessa er vert að minnast. Nú væri fásinna af mér að lofa nokkru um efni og innihald. En ég hef góðan vilja til þess að styrkja málefnið, sem þetta blað er helgað. Tíminn mun svo leiða í ljós, hvort sá vilji fær nokkru áorkað til gagns.“ Þessi ár og hin næstu hafa stundum verið kölluð „gullöld íslendinga í íþróttum“. Þetta voru ár hinna frægu stjarna: Husebys, Clausensbræðra, Finn- björns, Torfa, Ríkharðs og Alberts, svo nokkur nöfn séu nefnd af handahófi. Gifurlegur íþróttaáhugi var ríkjandi, og dagblöðin fóru nú í vaxandi mæli að svara áhuga almennings með meiri og betri íþróttafréttum, en verið höfðu. Þá fékk íþrótta- blaðið einnig samkeppni úr öðr- um áttum, og komu út um tíma ÍÞRÓTTIRNAR BESTI UPPALANDINN Gunnar M. Magnúss, rithöfundur, var ritstjóri íþróttabiaðsins á árunum 1949—1952. Þegar hann var spurður um hvernig blaðið hefði verið á þeim tíma svaraði hann því til að það hefði verið mán- aðarblað, eins og það er í dag og „það var prentað á góðan pappír og eitthvað var nú af auglýsingum“. Gunnar stóð einn að útgáfu blaðsins en ýmsir aðstoðuðu hann við dreifinguna. „Árið 1951 átti blaðið í mjög harðri samkeppni við íþrótta- síður dagblaðanna og þá var ákveðið að breyta blaðinu í vikurit, í dagblaðsformi. Meðan það var í þeirri mynd var það aðeins 4 síður, í stað- inn fyrir 16 áður en síðuf jöldi á mánuði hélst óbreyttur.“ Á meðan íþróttablaðið hélst sem vikublað kvaðst Gunnar hafa skrifað harða gagnrýni á ýmislegt það sem miður fór í starfi ÍSÍ, t.d. um læknisskoð- un íþróttafólks og samskipti íslensks íþróttafólks við setu- liðsmenn á Keflavíkurflugvelli. „Um þessar mundir voru getraunirnar að byrja og hing- að kom norskur maður til að hjálpa þeirri starfsemi af stað. En á þeim var aldrei nógur áhugi, að mér fannst, og því lognuðust þær út af eftir nokkur misseri.“ En hvemig voru íþróttirnar þá? „Á þessum tíma bar mest á fjórum íþróttagreinum. Fyrst skulu taldar frjálsu íþrótt- irnar, sem stóðu þá á hápunkti. Við áttum þá einstaklega glæsilegan afreksmannahóp í frjálsum íþróttum, sem var sendur út til keppni og unnu einstaklingar innan hans stór afrek, m.a. Evrópumeistara- titla. Þá vil ég nefna sundið og íslensku glímuna og svo auð- vitað knattspymuna. Mér finnst að t.d. glíman eigi í vök að verjast í dag fyrir nýrri íþróttagreinum og er það miður, að mínu mati.“ Gunnar vann að ritstjórn íþróttablaðsins af einskærum áhuga og var í hlutastarfi við blaðið, ásamt ritstörfum. Hann minnist þess sérstaklega hve fjárhagsstaða blaðsins var erfið og kannast víst margir við það vandamál. „Það er enginn vafi á því að íþróttir eru einn besti upp- alandinn sem fyrir finnst og hafa þær margt fram yfir lær- dóm á skólabekk. Þær forða æskunni frá iðjuleysi og alls- kyns erfiðleikum og það er mjög mikils vert að ungt fólk hafi áhuga á einhverju starfi, t.d. íþróttaiðkunum. Við skul- um styðja við bakið á íþrótt- um, sem mest við megum, og þar með æskunni því að hún erfir landið eftir okkar dag.“ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.