Íþróttablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 10
blaðsins í aðeins tvö ár, en sjald-
an hefur íþróttablaðið verið
myndarlegra og fjölbreyttara að
efni, en þessi ár. Jóhann iagði
m.a. leið sína á Olympíuleikana í
London 1948, og skrifaði í blaðið
afbragðskemmtilegar og greinar-
góðar lýsingar frá leikunum.
Ástæðan fyrir því að Jóhann
lét af ritstjórn blaðsins var
greinilega ágreiningur milli hans
og blaðsstjórnarinnar, svo sem
sjá má í kveðjuorðum hans til
lesenda, sem birtast í desember-
blaðinu 1948, en þarsegir Jóhann
m.a.:
„Nú hef ég því miður ekki
ástæður til þess að eyða meiri
tíma og vinnu í blaðið en ég hefi
gert til þessa, og þegar þar við
bættist s.l. sumar, að blaðstjórnin
vildi ekki aðeins ráða ytra fyrir-
komulagi blaðsins, heldur einnig
skoðunum þess, að nokkru leyti,
Jóhann Bernhard, ritstjóri
1947—1948
taldi ég mér að sjálfsögðu of-
aukið við blaðið og sagði starfinu
lausu frá þessum áramótum,
nema gengið yrði að þeim skil-
yrðum, er ég taldi nauðsynleg.
Það hefir blaðstjórnin hins vegar
eigi talið sér fært og hyggst því
leita fyrir sér að öðrum starfs-
krafti.“
En ekki er að sjá að sá starfs-
kraftur hafi legið á lausu, þar sem
blaðið kom aldrei út á árinu 1949.
En í ársbyrjun 1950 hefst útgáfan
aftur, nú undir ritstjórn hins
kunna rithöfundar, Gunnars M.
Magnúss. Segir Gunnar m.a. svo,
er hann tekur við blaðinu:
„Svo hefur ráðist, að ég taki nú
við ritstjórn íþróttablaðsins.
Verkefni blaðsins liggur á sviði
íþróttahreyfingarinnar, en mér er
ljóst, að sá vettvangur er víður til
allra átta, svo að ég tel blaðinu
ekki skylt að feta þröngan stíg.
Orðið íþrótt er yfirgripsmikið, —
það spennir yfir svið anda og
efnis, þetta er hugvekja til þeirra,
sem íþróttir iðka og íþróttamál-
SUNDLAUGARNAR
Heilsubrunnar Reykvíkinga
Sumartími byrjar 15. apríl í útilaugunum.
Selt er í laugarnar á virkum dögum frá
kl. 7,20—20,30.
Laugardaga kl. 7,20—17,30.
Sunnudaga kl. 8,00—17,30.
GLEÐILEGT SUMAR.
íþróttaráö Reykjavíkur
10