Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 42

Íþróttablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 42
íslensku Olympíufararnir 1956 við heimkomuna: Hilmar Þor- björnsson, Ólafur Sveinsson og Vilhjálmur Einarsson. (Ólafur Sveinsson segir frá Olympíuleikunum í Melbourne) „Vilhjálmur keppti í þrístökkinu þriðjudaginn 27. nóv. Var skýjað loft en þurrt, frarnan af degi, en dró frá að mestu eftir hádegi. Varð þá allheitt, en andvari dró nokkuð úr hitanum. Keppendur voru 35. Undankeppnin hófst kl. 10 f.h. Vilhjálmur var 21. í stökkröðinni. Hann stökk aðeins eitt stökk í undankeppninni, er mældist 15,16 m. Lágmarksstökklengd var 14,80 og þurfti Vilhjálmur því ekki að stökkva oftar. Fórum við Vilhjálmur þá til „hvíldarheimilis“, er fulltrúi Norðmanna, Ahlstergren, hafði áður boðið okkur afnot af, skammt frá leikvanginum. Hvíldist Vilhjálmur þar vel þar til aðalkeppnin hófst kl. 230 og nuddaði ég hann dálítið. Nú var Vilhjálmur 13. í stökkröðinni. Leið alllöng stund þar til kom að honum. Fyrsta stökk hans var ógilt. Nú voru margir keppinautar hans búnir að stökkva um og yfir 15,50 m og því útlitið ekki sem glæsilegast. Lengsta stökk, 16,04 m átti Da Silva. Vilhjálmur vandaði sig nú sem mest við atrennuna og hitti plankann ágætlega. Hann fékk alllangt hopp, risaskref og frábærlega hátt, og langt stökk. En hann stakk niður höndinni — stökkið gat því varla verið mjög langt, þótt mér sýndist það. Dómararnir við plankann voru lengi að skoða hann en réttu svo upp hvíta veifu til marks um að stökkið væri gilt. Þá létti mér ákaflega. Nokkur stund leið, áður en stökklengdin var birt á töflunni. Ég trúði ekki mínum eigin augum og spurði þann sem sat næst mér hvort þetta væri heldur 15,25 eða 16,25. Hann sagði eins og var 16,25! Það hoppaði í mér hjartað. Rétt á eftir kvað við rödd þulsins, er sagði „Numer 638, Einarsson of Iceland, has just set a new Olympic record by juniping 53 feet 4 inches, 16,25 meters.“ Þarna var það! Hvorki meira né minna en Olympíumet! En nú var eftir að vita hvort keppinautum Vilhjálms tækist að fara fram úr meti hans. Ég var lengi smeykur um þetta, því þetta íþróttablaðið 1956 var svo snemma í keppninni, að skæðustu keppinautarnir — þrír Rússar, þrír Japanir og Da Silva, Olympíumeistarinn — áttu enn mörg stökk eftir. Engum tókst þetta nema Da Silva, og ekki fyrr en eftir tvær klukkustundir, er hann stökk 1635 m. Varð Vilhjálmur því annar í keppninni. Vorum við auðvitað himinlifandi yfir þessu ágæta afreki, sem er langsamlega besta afrek íslendings í frjálsum íþróttum. Mér fannst ekki ólíklegt, að Vilhjálmur kæmist 16,00 metra, en þetta tók fram bjartsýnustu vonum. Afreki Vilhjálms var mjög vel fagnað af öllum Norðurlandabúum sem þarna voru og fékk hann yfir 30 samfagnaðarskeyti hvaðanæfa að.“ 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.