Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 29

Íþróttablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 29
Haukur kemur að marki sem Norðurlandameistari. (Norðurlandameistara- mótið, grein eftir Örn Clausen) „Sunnudaginn 7. septem- ber hófst svo keppnin á Stadion klukkan 1.30. Keppnin þennan dag hófst með stangarstökki og Mara- þonhlaupi. Sú grein, sem við Islendingarnir biðum eftir með mestri eftirvæntingu þennan dag var hins vegar 200 metra hlaupið, en þar átti Haukur að keppa. Við bjugg- umst þó ekki við íslenskum sigri. Ég minnist þess nú, að áður en ég fór inn á áhorf- endapallana, kom til mín Sverker Benson, ritstjóri við Sænska íþróttablaðið, (en hjá honum bjuggum við Haukur meðan við dvöldum í Stokk- hólmi), og sagði við mig: „Þú heldur ef til vill að ég sé orð- inn vitlaus, en ég þori að veðja að Haukur bróðir þinn vinnur 200 m hlaupið.“ Ég svaraði engu, en ég hugsaði með mér. Skyldi hann annars vera orð- inn vitlaus. En sleppum því. Þegar kallarinn hafði tilkynnt, að 200 metra hlaupið væri næsta grein, komu þátttak- endurnir gangandi inn á völl- inn. Brautarskipting var þannig: að Haukur var á 1. braut, Strandberg á 2., Lund- qvist, Svíþjóð á 3., Bloch á 4.; Tranberg á 5. og Heldin, Sví- þjóð á 6. braut. Þegar kepp- endurnir höfðu grafið holurn- ar og voru komnir úr búning- unum, þá æptum við strák- arnir „áfram ísland“ og veif- aði Haukur þá til okkar. Okk- ur þótti hann furðu rólegur þegar hann var að fara af stað, en það hefir ef til vill verið af því að flestir álitu, að hann yrði síðastur. Jæja! Keppend- urnir tóku sér stöðu og skotið reið af. Lundqvist og Tran- berg náðu bestu viðbragði en Haukur og Strandberg lök- ustu, og var Haukur þó enn seinni af stað. Þegar um 50 m voru búnir voru Tranberg og Lundqvist langfyrstir, og næstur var Bloch, en Strand- berg og Haukur síðastir. Heldin, Svíþjóð tognaði. í við- bragðinu en haltraði samt áfram til að fá eitt stig fyrir Svíþjóð. Þegar 75 m voru eftir í mark var Tranberg fyrstur, en Lundqvist, Bloch, Strand- berg og Haukur allir hlið við hlið. Þá var það sem Haukur fór að vinna verulega á og í markinu var hann a.m.k. 1 metra á undan næsta manni. Tími Hauks var 21,9 sek., sem er nýtt íslandsmet og 2/10 úr sek. betra en gamla metið, sem Finnbjörn setti í fyrra. 2. varð Tranberg á 22,0 sek., og 3. Lundqvist á 22,1 sek. En gamli Strandberg, sem vann 100 m daginn áður, varð nú að láta sér nægja 4. sætið með 22,2 sek., enda þótt Svíarnir hefðu trúað því að honum tækist að sigra með sínum gamla og fræga endaspretti." (Benedikt Gröndal skrifar um íþróttasam- band íslands 35 ára) „Þetta er fyrsta sporið — og það var eitt höfuðtakmark f.S.Í. — fþróttir fyrir alla, hraust sál í hraustum líkama. En verkefnin voru fleiri. Með utanferðum afreksmanna var ekki aðeins hægt að auka áhuga almennings á íþróttum, heldur og kynna landið út á við og auka hróður þess. Þetta skildi fþróttasambandið vel, og eitt fyrsta stórvirki þess var ferðin til Olympíuleikanna í Stokkhólmi 1912. Var sú för landinu til hins mesta sóma og lyfti undir alla íþróttastarf- semi heima fyrir. íþróttablaðiö 1947 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.