Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 12
Krónurnar voru fáar — afar fáar — Árabilið 1963 til og með 1966 störfuðu tveir ritstjórar við íþróttablaðið, þeir Öm Eiðsson og Hallur Símonar- son. Þegar þeir tóku við blað- inu hafði það legið niðri um tíma en árið 1963 ákvað stjórn ÍSÍ að endurvekja útgáfuna. „Þetta var hálfgerð auka-- auka-vinna því að ég var á þessum tíma bæði íþrótta- fréttaritari Alþýðublaðsins og einnig vann ég í Trygginga- stofnun ríkisins. Ég held að það sama hafi átt við um Hall en hann var þá íþróttafrétta- ritari Tímans“, sagði Öm í samtali við íþróttablaðið. Hvernig byggðuð þið blaðið upp? „Efnið var margvíslegt eins og gefur að skilja. Við reynd- um að sjálfsögðu að gera öll- um íþróttum skil en það var oft erfitt. Ég man að við höfðum sérstakan þátt þar sem við kynntum hinar ýmsu íþrótta- greinar, þá bæði nýjar og gamlar. Til dæmis tókum við fyrir lyftingar í fyrsta blaðinu okkar en sú íþróttagrein var nær óþekkt á þeim tíma.“ Þá voru i íþróttablaðinu á þessum tíma viðtöl við afreks- fólk sem endranær, íþrótta- annálar, fyrst í hverju blaði en síðar árlega, eins og nú tíðk- ast. Sérstakur þáttur var um þjálfun og fræðslu og síðan fréttir frá ÍSÍ og sérsambönd- unum. „Ég minnist einnig annars þáttar í blaðinu en þá tókum við fyrir hvað blöðin og út- varpið sögðu um eitthvað til- tekið málefni íþróttamanna.“ Hvað með íþróttalífið á þessum tíma? „Það var nú minna um að vera heldur en núna en þó voru haldin mörg mót, í mörgum greinum. Af einstökum at- burðum man ég helst eftir því þegar íslensku stelpurnar urðu Norðurlandameistarar í hand- bolta en mótið fór fram hér í Reykjavík og keppt var á gras- vellinum í Laugardal. Það mót var mjög spennandi og skemmtilegt. Nú, einnig er manni það minnisstætt þegar Valbjörn Þorláksson varð Framhald á bls. 99 Örn Eiðsson, ritstjóri ásamt Halli Símonarsyni á árunum 1963-—1967. tvö önnur íþróttablöð: Sport- blaðið og „Allt um íþróttir". En allt um það lifði íþróttablaðið góðu lífi um hríð. Komu út 12 tölublöð á ári fram til ársins 1952, að tekin var ákvörðun um að gera blaðið að vikublaði, og gefa það út í dagblaðsbroti. Það sem mestu mun hafa ráðið um þá ákvörðun var að þá var starfsemi íslenskra getrauna að hefjast, og var talið að með aug- lýsingum þeirra og getrauna- spám ætti fjárhagur blaðsins að vera tryggur. Var þetta gert um hríð eða um fimm mánaða skeið, en þá sagði Gunnar starfi sínu hjá blaðinu lausu. Hélt út- gáfustjórnin þó áfram útgáfunni um hríð, en í ágúst var ákveðið að hætta með blaðið sem vikublað. Komu síðan út tvö blöð í gamla brotinu undir árslok. Tilraunin með að gefa íþrótta- blaðið út vikulega misheppnað- ist, og hafði mjög alvarlegar af- leiðingar í för með sér varðandi fjárhag þess. Sala í blaðinu minnkaði fremur en hitt, og í árslok 1952 var „gamla“ staðan komin upp, — blaðið var fjár- hagslega mjög illa á vegi statt, og ekki talið fært að halda útgáfu þess áfram um sinn. Kom ekkert blað út árið 1953, og aðeins eitt blað á árinu 1954. 1955 tók Thorolf Smith við ritstjóm blaðsins og var með það í eitt ár, en síðan tóku við ritstjórninni Hannes Þ. Sigurðsson, Brynjólfur Ingólfsson og loks Eysteinn Þor- valdsson. Gekk svo fram til ársins 1959, en það ár kom aðeins eitt blað út, og næstu þrjú ár, 1960, 1961 og 1962 tók íþróttablaðið einn „Þyrnirósarsvefninn", til viðbótar — ekkert blað kom út á þessum árum. Enn endurvakið En íþróttablaðið reyndist býsna lífsseigt, og engir örðug- leikar svo miklir, að það væri endanlega kveðið í kútinn. Árið 1963 hófst útgáfa blaðsins að 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.