Íþróttablaðið - 01.04.1980, Side 12
Krónurnar voru fáar
— afar fáar —
Árabilið 1963 til og með
1966 störfuðu tveir ritstjórar
við íþróttablaðið, þeir Öm
Eiðsson og Hallur Símonar-
son. Þegar þeir tóku við blað-
inu hafði það legið niðri um
tíma en árið 1963 ákvað stjórn
ÍSÍ að endurvekja útgáfuna.
„Þetta var hálfgerð auka--
auka-vinna því að ég var á
þessum tíma bæði íþrótta-
fréttaritari Alþýðublaðsins og
einnig vann ég í Trygginga-
stofnun ríkisins. Ég held að
það sama hafi átt við um Hall
en hann var þá íþróttafrétta-
ritari Tímans“, sagði Öm í
samtali við íþróttablaðið.
Hvernig byggðuð þið blaðið
upp?
„Efnið var margvíslegt eins
og gefur að skilja. Við reynd-
um að sjálfsögðu að gera öll-
um íþróttum skil en það var oft
erfitt. Ég man að við höfðum
sérstakan þátt þar sem við
kynntum hinar ýmsu íþrótta-
greinar, þá bæði nýjar og
gamlar. Til dæmis tókum við
fyrir lyftingar í fyrsta blaðinu
okkar en sú íþróttagrein var
nær óþekkt á þeim tíma.“
Þá voru i íþróttablaðinu á
þessum tíma viðtöl við afreks-
fólk sem endranær, íþrótta-
annálar, fyrst í hverju blaði en
síðar árlega, eins og nú tíðk-
ast. Sérstakur þáttur var um
þjálfun og fræðslu og síðan
fréttir frá ÍSÍ og sérsambönd-
unum.
„Ég minnist einnig annars
þáttar í blaðinu en þá tókum
við fyrir hvað blöðin og út-
varpið sögðu um eitthvað til-
tekið málefni íþróttamanna.“
Hvað með íþróttalífið á
þessum tíma?
„Það var nú minna um að
vera heldur en núna en þó voru
haldin mörg mót, í mörgum
greinum. Af einstökum at-
burðum man ég helst eftir því
þegar íslensku stelpurnar urðu
Norðurlandameistarar í hand-
bolta en mótið fór fram hér í
Reykjavík og keppt var á gras-
vellinum í Laugardal. Það mót
var mjög spennandi og
skemmtilegt. Nú, einnig er
manni það minnisstætt þegar
Valbjörn Þorláksson varð
Framhald á bls. 99
Örn Eiðsson, ritstjóri ásamt Halli Símonarsyni á árunum
1963-—1967.
tvö önnur íþróttablöð: Sport-
blaðið og „Allt um íþróttir". En
allt um það lifði íþróttablaðið
góðu lífi um hríð. Komu út 12
tölublöð á ári fram til ársins 1952,
að tekin var ákvörðun um að gera
blaðið að vikublaði, og gefa það
út í dagblaðsbroti.
Það sem mestu mun hafa ráðið
um þá ákvörðun var að þá var
starfsemi íslenskra getrauna að
hefjast, og var talið að með aug-
lýsingum þeirra og getrauna-
spám ætti fjárhagur blaðsins að
vera tryggur. Var þetta gert um
hríð eða um fimm mánaða
skeið, en þá sagði Gunnar starfi
sínu hjá blaðinu lausu. Hélt út-
gáfustjórnin þó áfram útgáfunni
um hríð, en í ágúst var ákveðið að
hætta með blaðið sem vikublað.
Komu síðan út tvö blöð í gamla
brotinu undir árslok.
Tilraunin með að gefa íþrótta-
blaðið út vikulega misheppnað-
ist, og hafði mjög alvarlegar af-
leiðingar í för með sér varðandi
fjárhag þess. Sala í blaðinu
minnkaði fremur en hitt, og í
árslok 1952 var „gamla“ staðan
komin upp, — blaðið var fjár-
hagslega mjög illa á vegi statt, og
ekki talið fært að halda útgáfu
þess áfram um sinn. Kom ekkert
blað út árið 1953, og aðeins eitt
blað á árinu 1954. 1955 tók
Thorolf Smith við ritstjóm
blaðsins og var með það í eitt ár,
en síðan tóku við ritstjórninni
Hannes Þ. Sigurðsson, Brynjólfur
Ingólfsson og loks Eysteinn Þor-
valdsson. Gekk svo fram til ársins
1959, en það ár kom aðeins eitt
blað út, og næstu þrjú ár, 1960,
1961 og 1962 tók íþróttablaðið
einn „Þyrnirósarsvefninn", til
viðbótar — ekkert blað kom út á
þessum árum.
Enn endurvakið
En íþróttablaðið reyndist
býsna lífsseigt, og engir örðug-
leikar svo miklir, að það væri
endanlega kveðið í kútinn. Árið
1963 hófst útgáfa blaðsins að
12