Íþróttablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 49
íþróttablaðið 1963
(Úr viðtali við Helga
Daníelsson, knattspyrnu-
mann)
„— Margir halda því fram,
að þú eigir alltaf þína bestu
leiki með landsliðinu eða í
öðrum stórleikjum, hverju
viltu svara þessu?
— Það er sennilega dálitið
til í því. Það á alltaf vel við mig
ef áhorfendur eru margir og
„stemningin“ góð, þá er ég í
essinu mínu. Einnig vil ég geta
þess, að mér finnst alltaf betra
að leika í allmiklum hita, það
er nefnilega stundum kalt í
markinu.
— Minnisstæðasti leikur-
inn?
— Sem betur fer eru þeir
nokkrir, sem ánægjulegt er að
minnast, en landsleikurinn
gegn Dönum í Idrætsparken
1959 ber þó hæst. Þá var gam-
an og heitt í markinu, en
leiknum lauk með jafntefli, 1
gegn 1 eins og flestir muna.
Danir jöfnuðu er 9 mín. voru
til leiksloka.
— Vonbrigði?
— Ekki er því að neita, að
ýmsir leikir hafa valdið mér
vonbrigðum, en ég var sér-
staklega óánægður með fyrsta
landsleik minn, sem var gegn
Austurríki, hann var voðaleg-
ur.“
Jón Þ. Úlafsson. stökk 2,10 metra í hástökki og er það enn
íslandsmet.
(Úr viðtali við Jón Þ.
Ólafsson, hástökkvara)
„ — Eins og flestir strákar
var ég í fótbolta, stökkum og
hlaupum, en áhugi minn fvrir
hástökki vaknaði, þegar ég var
16 ára. Þá stökk ég 1,45 m á
Þingvöllum. Ég gekk í ÍR 1957
og æfði fyrst undir stjórn
Guðmundar Þórarinssonar.
Stíllinn var saxið og þannig
stökk ég til ársins 1959. Að
vísu reyndi ég grúfuna en það
gekk ekki of vel. Á jólamóti ÍR
1959, stökk ég 1,70 m og þá var
Gabor kominn og horfði á
mótið. Hann sagði við mig á
eftir: „Ef þú vilt algerlega fara
eftir mínum ráðum muntu
stökkva yfir 1,90 m innan sex
vikna.“ Ég þakkaði fyrir, og
sagðist mundi fylgja hans ráð-
um. En þetta stóðst ekki alveg
hjá Gabor, því ég stökk 1,90 m
eftirfimm vikur.“
Fólk
kemur út vikulega.
Askriftarsímar 82300 — 82302
49