Íþróttablaðið - 01.04.1980, Page 8
Iþróttablaðið 40 ára
með útgaáfu íþróttablaðsins en
raun bar vitni, voru margir sem
töldu að íþróttahreyfingin gæti
tæpast án málgagns, íþróttablaðs,
verið, og það væri vænlegasta
leiðin til þess að ryðja íþrótta-
starfinu braut, að halda blaðinu
úti. Nokkrir áhugasamir einstak-
lingar gerðu tilraun til útgáfu á
íþróttablaði árið 1932, og gáfu þá
út blað er bar nafnið „Iþrótta-
maðurinn". En það blað átti við
sömu örðugleika að etja og
íþróttablaðið, og aðeins komu út
þrjú tölublöð.
Meðal þeirra sem ólu þá von og
ósk í brjósti að unnt væri að gefa
út íþróttablað var Konráð Gísla-
son. Varð að ráði í desember-
mánuði árið 1935, að Konráð
tæki við útgáfu blaðsins á eiginn
kostnað og ábyrgð, en nyti þó lít-
ils háttar styrks úr sjóðum
íþróttasambandsins.
í formálsorðum fyrsta tölu-
blaðs hins endurreista Iþrótta-
blaðs segir Konráð m.a.:
„Með sögu íslenskra íþrótta-
blaða fyrir augum, þarf að vísu
nokkra bjartsýni til þess að ráðast
í útgáfu nýs íþróttablaðs, en
væntanlega ræður sú bjartsýni
niðurlögum síns versta andstæð-
ings, sem er tómlætið.“ Síðan
segir Konráð: „Vér íslendingar
erum sennilega eina þjóðin á
hnettinum, af hinum svokölluðu
menningarþjóðum, sem á ekkert
opinbert málgagn fyrir íþrótta-
menn sína.“
Þessar setningar úr formáls-
orðum Konráðs Gíslasonar bera
vott um hinn eldlega áhuga og
ódrepandi baráttuvilja hans, og
honum tókst líka að sýna að
„ómögulega var mögulegt“, þar
sem hann gaf blaðið út með
myndarbrag allt til ársins 1942,
en þá skrifaði hann bréf til
íþróttasambands íslands, og ósk-
aði eftir því að sambandið tæki
við blaðinu, þar sem hann hefði
nú ákveðið að hætta útgáfunni,
og vildi ekki að útgáfa þess félli
niður. Málið var lagt fyrir næsta
þing íþróttasambandsins og þar
samþykkt að stofna hlutafélag
sem sæi um útgáfu blaðsins, enda
réði sambandsstjórnin meiri
hluta í ritnefnd og ritstjóra
blaðsins. Var hlutafélagið síðan
stofnað og safnað nokkru hluta-
fé, þannig að bjartsýni var ríkj-
andi á að hið sama yrði ekki
blaðinu að fótakefli og er
íþróttasamband íslands hafði
áður séð um rekstur þess.
Skin og skúrir
Stjórn hlutafélags þess sem sá
um rekstur og útgáfu íþrótta-
blaðsins var skipuð þeim Bene-
dikt G. Waage, Jens Guðbjörns-
syni, Kristjáni L. Gestssyni,
Sigurjóni Péturssyni og Þorsteini
Einarssyni. Ráðinn var nýr rit-
stjóri að blaðinu, Þorsteinn
Jósefsson, síðar kunnur rithöf-
undur og blaðamaður. Kom
Stjórn íþróttasambands Islands sem hratt hugmyndinni um íþróttablaðið
í framkvæmd: Halldór Hansen, Pétur Sigurðsson, Benedikt G. Waage,
Óskar Norðmann og Guðmundur Kr. Guðmundsson.
Blaðhaus íþróttablaðsins fyrstu starfsárin.
8