Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1980, Page 14

Íþróttablaðið - 01.04.1980, Page 14
Prentarinn lagði hlaup- aranum orð í munn Þórður B. Sigurðsson, ritstjóri 1967—1968. Þórður B. Sigurðsson, forstöðumaður Reikni- stofnunar bankanna, annaðist ritstjóm við íþróttablaðið á árunum 1967 til ’68. „Maður reyndi náttúrulega að sinna sem flestum greinum og ég held að það hafi tekist, svona í stórum dráttum, en mér var samt legið á hálsi að hampa frjálsum íþróttum of mikið. í þessum tveimur ár- göngum voru þrjú annálsblöð en blöðin voru 10 eða 12 á ári, 20 til 24 síður í senn.“ Þórður sá einn um blaðið og ritstjómarstarfið var hans þriðja starf, „þannig að aðal- lega var þetta kvöld- og helgarvinna“. Hann tók flestar mvndir í blaðið, ásamt syni sínum, og fjárhagurinn var þröngur sem endranær. „Ég hafði mjög gaman af að starfa í þessu og sérstakiega man ég eftir því að eitt skipti þegar ég kom inn í unglings- herbergi úti á landi og sá blöðunum raðað snyrtilega upp í hillu, þá fann ég að ég var að gera góða hluti.“ Hvað með efni blaðsins? „Ég reyndi alltaf að segja fréttir af þeim yngri til jafns við þá eldri til þess að hvetja unga fólkið áfram. Ég tók þannig alltaf fleiri heldur en færri þegar ég var að telja upp úrslit og aðra „statistik“ í sambandi við árangur. Nú, Olympíuleikarnir 1968 voru teknir fyrir en enginn frá okk- ur fór samt á leikana enda peningaleysi mikið. En ég þýddi upp úr norskum og sænskum blöðum og þeim Ieikum voru ágætlega gerð skil í blaðinu. Landsmótið á Eiðum fékk sína umfjöllun og síðan voru viðtöl og greinar um allt og ekkert innan íþróttalífs- ins.“ Er einhver grein eða at- burður þér sérstaklega minnisstæður? „Ég man eftir því í eitt skipti er ég var að lesa próförk af þýddri grein um nýsjálenskan hlaupara, en þar var hann m.a. spurður um hvað hann hugsaði á meðan hann hlypi, þá rak mig í rogastans þegar ég sá að hann hugsaði um „góða, ís- kalda bjórinn, sem ég fæ mér, þegar þetta helvítis hlaup er búið“. Ég minntist þess ekki að hafa þýtt þetta svona og upp úr kafinu kom að prentarinn, sem prentaði þetta var eitthvað orðinn leiður á greininni og þá hafi hann skellt þessu inn. Það munaði engu að ég léti þetta fara. Nú, ekki má gleyma 14—2 tapinu fyrir Dönum, sem mun víst lifa um aldur og ævi.“ Og þetta hefur bara gengið ágætlega? „Já, ætli maður verði ekki að segja það, allavega jukust ákrifendur af blaðinu á þess- um tíma úr 600 í 1200“, sagði Þórður B. Sigurðsson. -TT. 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.