Íþróttablaðið - 01.04.1980, Qupperneq 15
blaðinu. Kom blaðið nokkuð
reglulega út um skeið og vakti
athygli fyrir ýmis skoðanaskipti
sem í því voru.
Um áramót 1971—1972 tók
Sigurður Magnússon, útbreiðslu-
stjóri ÍSÍ við ritstjórn blaðsins og
var einn ritstjóri þess tvö næstu
ár, eða fram til ársins 1973. að
þáttaskil urðu í rekstri og útkomu
blaðsins.
Samningur við Frjálst
framtak h.f.
Þótt útgáfa íþróttablaðsins
hefði verið nokkuð samfelld frá
árinu 1963, var stakkur þess
jafnan mjög þröngur á hinu fjár-
hagslega sviði, og oft óséð hvort
blaðið myndi lifa eða deyja. Varð
Sigurður Magnússon, ritstjóri frá
1971.
því að ráði hjá stjórn íþrótta-
sambands íslands að hefja
samningaumleitanir við útgáfu-
fyrirtækið Frjálst framtak h.f., um
útgáfu íþróttablaðsins, en það
fyrirtæki hafði þá vakið athygli á
sér fyrir að standa mjög myndar-
lega að útgáfu tímarita. Gerði
Sigurður Magnússon grein fyrir
þeim samningum sem tókust
milli fyrirtækisins og ÍSÍ í 1.
tölublaði 1973 árgangsins, m.a.
með þessum orðum:
„Alla tíð frá því að blaðið hóf
göngu sína, hefur fjárhagslega
hlið útgáfustarfseminnar verið
Steinar J. Lúðvíksson, ritstjóri frá
1975.
töluvert vandamál. Raunar má
segja, að svo sé um alla útgáfu-
starfsemi hérlendis, ekki síst hjá
tímaritum. Komið hefur fyrir, að
útgáfa íþróttablaðsins hefur legið
niðri um tíma af þessum sökum.
Þessi staðreynd er forsenda
þess, að Í.S.Í. tekur nú upp sam-
starf við áðurgreint útgáfufyrir-
tæki, en samstarfinu er ætlað að
geta komið við nauðsynlegri
hagræðingu og sérhæfni, sem
dugir til að ráða fram úr vand-
anum. Frjálst framtak h.f. hefur
lagt sérstaklega fyrir sig að annast
útgáfustarfsemi og starfsfólk þess
tileinkað sér ýmsa þekkingu og
reynslu, sem er mjög þýðingar-
mikil. Allt sem lýtur að dreifingu,
sölu, innheimtu, auglýsingasöfn-
un og áskrifendasöfnun, þarf að
vinnast með skipulögðum hætti
af þjálfuðu starfsliði ef vel á að
takast til.
Útgáfa íþróttablaðsins verður
fjárhagslega á ábyrgð Frjáls
framtaks h.f., þ.e. að tekjur og
gjöld vegna útgáfunnar verða á
þess vegum, en fulltrúi Í.S.Í.
verður hins vegar ritstjóri blaðs-
Fánastengur
f
Aukum virðingu fyrir íslenzka fánanum.
Dragið íslenzka fánann að hún.
Við höfum til afgreiðslu vandaðar fánastengur
úr húðuðu áli, uppsetning er auðveld.
Ólafur Kr. Sigurðsson HF.
Tranavogi 1, sími 83499 og 83484.