Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1980, Qupperneq 23

Íþróttablaðið - 01.04.1980, Qupperneq 23
Jóel Sigurðsson, lengi íslandsmethafi í spjótkasti. (Úr þættinum „íslenskir íþróttamenn‘ — Viðtal við Jóel Sigurðsson, eitt af fyrstu viðtölunum sem birtist í blaðinu) Af hverju ég byrjaði að æfa? Það er saga að segja frá því — hálfgerð raunasaga. Ég var kirtlaveikur, kirtlarnir lágu á bak við lungum og þegar ég var ekki nema 10 ára að aldri var ég búinn að ganga fjögur ár í Ijósböð til þess að reyna að losna við kirtlana. Ég var veikbyggður líkam- lega og læknirinn ráðlagði mér að hressa upp á minn auma skrokk með leikfimi. Ég hlýddi — þorði ekki annað. Læknar hafa voðalegt vald. Hlýði maður þeim ekki, þá er víst ekki um annað að gera en deyja — og hvaða tíu ára stráklingur er svo viti bor- inn, að hann langi til að fara til himnaríkis? Endalokin af öllu þessu urðu þau, að ég gekk í íþróttafélag Reykjavíkur og þar hef ég æft leikfimi æ síðan. Ég skoða leikfimina undir- stöðu allra íþrótta og henni þakka ég þá árangra sem ég hef náð á íþróttasviðinu. íþróttablaðið 1944 (Um Islandsmótið í handknattleik innanhúss) „Úrslitaleikurinn um ís- landsmeistaratitilinn var því milli Hauka og Vals. Var sá leikur að margra dómi einhver allra besti kappleikur í hand- knattleik, sem" hér hefur sést. Tóku Valsmenn þegar á fyrstu mínútunni forystuna. Léku hratt og prýðilega saman og skutu af mikilli leikni. Haukar virtust dálítið taugaóstyrkir og áttu erfitt með að átta sig á leik Vals og náðu því ekki þeim hraða og öryggi, sem að jafn- aði einkennir leik þeirra. Lauk leiknum með sigri Vals, 23:14. í fyrra urðu Haukar íslands- meistarar, en næstu þrjú ár á undan bar Valur sigur úr být- um. í flokki Vals léku eftir- taldir menn: Ingólfur Steins- son, Frímann Helgason, Al- bert Guðmundsson, Geir Guð- mundsson, Sveinn Sveinsson og Hafsteinn Guðmundsson.“ (Úr greininni „íþróttir og fræðsla) Siðfágaður maður: Er ekki hávaðamaður. Ekki orðljótur. Skellir ekki hurðum, en lætur þær aftur. Blístrar ekki í húsum inni eða á götum úti. Sýgur ekki upp í nefið, en notar klútinn. Snýtir sér ekki í lófa sína, borar ekki fingrunum upp í nefið. Hrækir ekki á gólf eða ganga, og ekki heldur á gangstéttir. Hann gengur hægt og varlega um hús, þá aðrir sofa. Hann reykir ekki við matborð eða annarsstaðar þar, sem það kann að valda mönnum óþægindum, nema að biðja fyrst leyfis. Hann minnist þess, að öl og vín getur stundum breytt mönnum í svín. 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.