Íþróttablaðið - 01.04.1980, Page 24
Jónas Halldórsson, um árabil fræknasti sundgarpur Islendinga
ásamt þjálfara sínum, Jóni Pálssyni.
(Grein um Jónas Hall-
dórsson, sundmann)
„Það er upphaf þessa máls,
að ritnefnd íþróttablaðsins
kom að máli við mig, og bað
mig að segja lesendum blaðs-
ins eitthvað um sjálfan mig og
íþróttaferil minn. Flestum
mun þykja þetta óskemmtilegt
verk og svo er um mig, en samt
mun ég reyna.
Fyrstu kynni mín af sund-
íþróttinni fékk ég þegar ég var
7 ára. Ég fór með fósturföður
mínum niður á steinbryggju til
að horfa á „Nýjársundið“. Það
var árið 1922. Þegar flokkur
sundmanna gekk niður á
bryggjuna og lúðrasveitin lék
„Táp og fjör og frískir menn“
var ég ákaflega hrifinn. Er
heim kom, trúði ég fósturfor-
eldrum mínum fyrir því, að mig
langaði til að læra að synda hið
fyrsta og verða kappsunds-
maður. Ekki man ég hvort
þessi áhugi minn fyrir sundinu
varð lengri, en sumarið eftir
fór ég þó að skvampa í Sund-
laugunum með félögum mín-
um úr Vesturbænum, en þar
átti ég þá heima. Er ég var 10
ára fluttist ég með fósturfor-
eldrum mínum að Laugalæk
við Kleppsveg. Nú batnaði að-
staða mín til að skvampa í
vatni til mikilla muna. Á þessu
skvampi lærði ég að synda, en
um reglulega æfingu var sann-
arlega ekki að ræða. Mig
langaði mjög mikið til þess að
láta innrita mig í eitthvað af
sundfélögum bæjarins til að
læra skriðsund, en sökum
feimni sótti ég ekki um inn-
göngu í neitt þeirra. Ég tók því
það ráð að reyna að æfa mig
sjálfur. í hvert sinn, er Jón
Pálsson, sundkennari var að
kenna skriðsund, faldi ég mig
undir brúnni í laugunum og
Framhald á bls. 99
„Síðari hluta miðvikudags-
ins 19. júlí s.l. lagði lítill ára-
bátur af stað frá Akureyri
austur yfir Pollinn. í bátnum
voru Jóhann Gíslason, símrit-
ari frá Reykjavík, en hann
hafði komið til Akureyrar með
sundflokki K.R. og starfaði nú
á landsímastöðinni þar. Auk
Jóhanns voru í bátnum tveir
unglingspiltar, sendlar á stöð-
inni, dóttir stöðvarstjórans og
starfsstúlka á heimili hans,
Sigrún Sigtryggsdóttir frá
Breiðabóli á Svalbarðsströnd,
15 ára gömul.
Sigrún reri alla leið yfir
Pollinn, ýmist annarri árinni
eða báðum, en er austur yfir
kom, skemmti fólkið sér við
(Úr grein þar sem Guð-
mundur Guðmundsson
skíðakappi segir frá
sjálfum sér.)
„Af göngukeppnum, sem ég
hef tekið þátt í, verða mér þær
minnisstæðastar, sem ég hef
keppt í hér sunnanlands. Það
mun líka flestum skíðamönn-
um bera saman um það, að
nágrenni Reykjavíkur sé eitt
hið ákjösanlegasta landslag
fyrir skíðagöngu.
Ein harðasta göngukeppni,
sem ég hef tekið þátt í, var
gangan á Landsmótinu 1942.
Ég varð fyrir þeirri óheppni að
leggja fyrstur af stað, en
gönguslóðin var illa troðin, því
það var hríðarhraglandi meðan
gangan stóð yfir. Á einum stað
sökk ég upp undir hné í lausa-
mjöll og stafirnir voru alltaf
hálfir í kafi, en þrátt fyrir alla
þessa örðugleika hélt ég for-
ystunni alla leið og vann
gönguna.
Þá var göngukeppnin á
Landsmótinu í fyrra heldur
ekki neinn barnaleikur. Jón
Þorsteinsson lagði fyrstur af
24