Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1980, Side 33

Íþróttablaðið - 01.04.1980, Side 33
skemmtilegasta mót, sem ég hefi tekið þátt í, þótt ég yrði að elta einn Svíann í þremur vegalengdum.“ Óli B. Jónsson, íþróttakenn- ari, kunnur knattspyrnumaður úr KR . . .„Ég held, að minnis- stæðasti atburður minn frá íþróttavellinum í Reykjavík sé, þegar ég varð fyrst ís- landsmeistari í knattspyrnu. í 4 ár hafði ég leikið með meistaraflokki án þess að verða íslandsmeistari. En nú vorum við komnir í úrslit og ártalið sýnir 1941. Þegar leik- urinn byrjaði stóðu stigin svo, að Valur hafði 4 en KR 3. Valsmönnum nægði því jafn- tefli til þess að sigra. — Til hvatningar keppendum var íslandsmótsbikarinn látinn standa á litlu borði fyrir framan áhorfendastúkuna. — Nú hófst leikurinn og upp- hlaupin gengu á báða bóga, og liðin ákaflega jöfn, en í seinni hluta fyrri hálfleiks tekst okk- ur að skora mark. Seinni hálf- leikur finnst mér vera einn sá lengsti, sem ég hefi leikið, þó var hann auðvitað eins og venjulega 45 mínútur.“ Benedikt Jakobsson. (Viðtal Gunnars M. Magnús við Jakob Thorarensen, skáld) „Ég spurði hvaðan hann kæmi. — Sunnan frá Skerjafirði, svaraði hann. — Ojá. Þú hefur gengið í hreinviðrinu þér til upplyft- ingar út úr bænum? — Já, ég geri það iðulega, en ég var núna að koma úr sjónum, mælti hann eins og ekkert væri. Þú hefur þó ekki verið að synda núna í sveljandanum? — Ja, ég var að fá mér sjó- bað eins og venjulega. Eins og venjulega. Mér fannst þetta hraustlega mælt og innti hann nánar eftir þessu. Elann segir svo frá: — Ég hef nú samfleytt í 17 ár sótt sjóböð í Skerjafirði allan árs- ins hring. Það hafa ekki fallið úr nema verstu illviðrakaflar vetrarins, þá helst í skamm- deginu. Ég er fljótur að fara úr fötunum, er aldrei lengi í sjónum í einu og þurrka mig vel, þegar ég kem upp úr. Með Jakob Thorarensen. þessum hætti verð ég ekki mjög var við hitabreytingar lofts og sjávar, það gerir van- inn og þjálfunin. Þetta er ákaflega hressandi, jafnvel nauðsynlegt fyrir þann, sem hefur vanið sig af kveifar- skapnum. Ég hef reynt að velja mér skjólgóða staði við fjörðinn, en ekki haft neitt húsaskjól, þó að það væri vitanlega æskilegra. Jakob Thorarensen er nú 63 ára að aldri. Mér þykir senni- legt, að hann haldi upptekn- um hætti og sæki í sjóinn í Skerjafirði mikinn hluta árs. Þykir mér ekki ólíklegt, að hann eigi met í þessari líkamsþjálfun." (Grein sem ber heitið: „Fyrsta tillagan um ný- yrði.“) „Svo sem kunnugt er, lætur forseti ÍSÍ sig miklu skipta málfar meðal íþróttamanna, hann vill að íþróttamenn séu líka málhreinsunarmenn. Rétt áður en hann fór á þing Al- þjóða Olympíunefndarinnar, sem haldið verður í Kaup- mannahöfn um miðjan þennan mánuð og íþróttaþing Norður- landa í Stokkhólmi, hitti rit- stjóri íþróttablaðsins hann. Barst þá í tal, hvort nokkuð nýyrði hefði borist blaðinu um orðið „athletic“ sbr. síðasta blað. En svo var ekki. Sagði hann, að sér hefði dottið í hug orðið fjölíþróttir yfir þessa grein íþróttanna, virtist sér það langtum betra en orðið frjálsíþróttir eða frjálsar íþróttir, sem notast hefur verið við til þessa. Þá myndi t.d. FRÍ heita Fjölíþróttasamband ís- lands, en skammstöfunin væri hin sama og áður. Hefur nokkur betri tillögu? Lesendur eru beðnir að gefa gaum að þessu og leggja hér orð í belg.“ íþróttablaðið 1950 33 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.