Íþróttablaðið - 01.04.1980, Page 45
(Úr frásögn íþróttablaðs-
ins um svigkeppni ís-
landsmótsins á skíðum)
„Keppni þessi var afar
spennandi. Þegar 13 fyrstu
höfðu farið brautina, héldu
flestir, að því skemmtilegasta
væri lokið, en svo var ekki, því
nr. 22 Jóhann Vilbergsson, S
ógnaði bæði Spiess og öllum
þessum góðu og gömlu
skíðamönnum okkar með
besta tíma í 1. umferð, 1,8 sek.
betri en Eysteinn. Nú kom
mikil ólga í áhorfendur og þeir
sögðu hver við annan: „Getur
Jóhann „keyrt“ svona vel í II.
umferð?“ Fólkið beið í
hríðinni og næsta umferð
hófst, og keppendurnir komu
hver af öðrum. Flestir bættu
tíma sína dálítið, Tony Spiess
fékk 1:03,4 og Eysteinn fylgdi
fast á eftir með 1:03,9, hann
ætlaði ekki að láta taka af sér
annan meistaratitilinn á þessu
móti. Jóhann þurfti 1:05,6 til
sigurs og nú kom hann. Hann
fór ekki minna en áður en
öryggið var minna og 3—4
hliðum frá marki missti hann
jafnvægið og þar með vonina
um meistaratitilinn. Frammi-
staða Jóhanns mun þó verða
öllum, sem til hans sáu í fersku
minni.
Strax að lokinni svigkeppni
karla hófst svig kvenna. Þar
var keppnin ekki síður hörð á
milli Jakobínu og Mörtu, því
eftir I. umferð hafði Marta 5,7
sek. forskot, því Jakobína varð
fyrir óhappi, en í II. umferð
vann hún það upp og var
öruggur sigurvegari.“
íþróttablaðið
1957
Óskum ÍÞRÓTTABLAÐINU, íþrótta- og
ungmennafélögum, til hamingju á 40
ára afmælinu.
Barnaöryggisstó lar
í bíla.
Tryggið öryggi yngsta
farþegans í bílnum
með góðum öryggisstól!
Póstsendum
Varðan h.f.
Grettisgötu 2A. Sími 19031
45