Íþróttablaðið - 01.04.1980, Side 55
KR-ingarnir fjórir: Sveinn Jónsson, Heimir Guðjónsson, Hreið-
ar Ársælsson og Bjarni Felixsson.
(Grein er nefnist: Hafa
leikið alla bikarleiki
K.R.)
„í knattspyrnuannál í
febrúarhefti íþróttablaðsins
var minnst á Bikarkeppni
Knattspyrnusambands íslands
og þann árangur meistara-
flokks KR að sigra í þeirri
keppni fimm sinnum í röð —
eða alltaf frá því að keppnin
hófst. í beinu framhaldi var
þess getið, að fjórir leikmenn
KR hafi leikið alla úrslitaleik-
ina fimm, þeir Sveinn Jónsson,
Heimir Guðjónsson, Bjami
Felixsson og Hreiðar Ársæls-
son, en það hafa reyndar fleiri
gert eða sjö kappliðsmenn hjá
KR. Hins vegar hafa þessir
fjórir umræddu leikmenn leik-
ið alla þá 15 leiki, sem KR
hefur þurft að leika til að sigra
í umrædd fimm skipti í Bikar-
keppninni — og verður það að
teljast einstæður árangur. Auk
þeirra hafa svo leikið alla úr-
slitaleikina fimm þeir Hörður
Felixsson, Gunnar Guð-
mannsson og Ellert Sehram.
Samtals mun Hörður hafa
leikið 13 leiki, en þeir Gunnar
og Ellert 14 hvor.“
(Úr umsögn íþrótta-
blaðsins um leik Kefla-
víkur og Ferencvaros í
Evrópubikarkeppni
meistaraliða í knatt-
spymu)
„Keflvíkingar sýndu þarna
mjög góðan leik og það vakti
mikla athygli, að þeir reyndu
allan tímann að sýna góða og
prúðmannlega knattspyrnu og
lögðust aldrei í vörn. — Má
segja, að þeir hafi jafnvel
leikið meiri sóknarleik núna
en í fyrri leiknum. Ungverj-
1965
arnir voru miklu betri hér á
sínum heimavelli en í Reykja-
vík, en allir þeir sem á völlinn
komu, samtals um 30 þús.
manns, lofuðu mjög fram-
komu Keflvíkinga. Forráða-
menn Ferencvaros hér fannst
mikið til um framkomu Kefl-
víkinga, t.d. hlupu þeir út á
völlinn áður en leikurinn hófst
og heilsuðu áhorfendum mjög
fallega og kvöddu þá á sama
máta í leikslok, en hlupu síðan
að, þar sem Ungverjar gengu
inn og hylltu þá. Voru Ung-
verjarnir sérstaklega hrifnir af
þessu og kváðu slíkt aldrei
hafa komið fyrir í Ungverja-
landi að taplið sýndi þar
slíkt.“
(Úr vlðtali við Birgi
Björnsson, fyrirliða FH í
handknattleik)
—„Hverjar telur þú helstu
ástæður hins mikla hand-
knattleiksáhuga í Hafnarfirði?
— Þær eru að sjálfsögðu
ýmsar, fyrst má nefna dugnað
og ódrepandi áhuga Hallsteins
Hinrikssonar, íþróttakennara
skólanna í Hafnarfirði. Hall-
steinn hefur sérstakt lag á að
kveikja áhuga í unglingum. Sá
áhugi endist áfram, þó að
skólanámi ljúki, unglingarnir
fara í íþróttafélögin. Ég álít
mjög mikilvægt, að skólarnir
og íþróttafélögin vinni saman
á þennan hátt. Samheldnin í
liði FH undanfarin 10 ár hefur
einnig verið með eindæmum
góð, sem er sérstaklega þýð-
ingarmikið í flokkaíþrótt eins
og handknattleik. Fólkið í
kaupstaðnum hefur síðan
staðið við hlið íþróttafólksins
og það skapar meiri metnað,
en t.d. hjá Reykjavíkurfélög-
unum. Ég álít einnig þýðingar-
mikið að FH-liðið æfir svo að
segja óslitið allt árið, þetta er
sérstaklega mikilvægt, þar sem
húsnæðisskortur er tilfinnan-
legur til æfinga að vetrarlagi.“
55