Íþróttablaðið - 01.04.1980, Síða 59
(Frásögn íþróttablaðsins
af Afmælismóti KSÍ,
keppni Noregs, fslands
og Svíþjóðar, skipuð
leikmönnum 24 ára og
yngri)
„Á níunda þúsund manns
komu á Laugardalsvöll 5. júlí í
ausandi rigningu, en annars
blíðuveðri, til þess að horfa á
úrslitaleik mótsins milli Svía
og íslendinga. Þeir, sem komu
til að sjá ísland vinna sigur,
urðu að sjálfsögðu fyrir von-
brigðum, því að leikurinn
tapaðist 0:2, en þeir sem komu
til þess að sjá skemmtilegan
knattspyrnuleik og duglega
baráttu okkar manna, þurftu
ekki að verða fyrir vonbrigð-
um, þótt sigurinn hefði að
vonum orðið sætari. Ekki
verður annað sagt, en að
íþróttablaðið
1967
óheppni nokkur hafið verið
yfir íslenska liðinu, stangar-
skot voru nokkur og meiðsli
liðsmanna, sem ekki var hægt
að rekja til hörku Svíanna, en
þeir léku áberandi fast og oft á
tíðum ólöglega, svo að meiðsli
Ársæls og Hermanns má al-
gjörlega skrifa á þeirra reikn-
ing. En það, sem fyrst og
fremst olli ósigri íslenska liðs-
ins, var frábær markvarsla
Ulfs Blomberg í sænska
markinu, hann varði hreint og
klárt yfirnáttúrlega á stund-
um.
Mörk Svíanna skoruðu
Arvidsson á 43. mín.
(knötturinn breytti reyndar
stefnu á íslenskum varnar-
manni rétt á marklínu, svo að
Sigurði, sem annars var rétt
staðsettur, tókst ekki að ná
honum) og Cronqvist á 55.
mín.
Og þannig sigruðu Svíar
með 4 stigum og mjög verð-
skuldað í þessu afmælismóti
KSÍ, sem tókst á alla lund vel
og skemmtilega og sýndi, að
íslensk knattspyrna getur átt
bjarta daga framundan, ef
ungu mennirnir, sem náðu
öðru sæti í mótinu, halda
áfram á sömu braut.“
Unglingalandsliðsmenn hlaupa til leiks. Fremstur fer Magnús
Torfason, fyrirliði liðsins.
Torfi Bryngeirsson — lét sér
ekki allt fyrir brjósti brenna.
(Úr viðtali við Brynjólf
Ingólfsson, ráðuneytis-
stjóra, fyrrverandi for-
mann FRÍ)
— „Og lokaspurningin:
Hver er þér nú eftirminnileg-
astur persónuleiki úr hópi
íþróttamanna á þessu 20 ára
tímabili?
— Það eru nú ákaflega
margir ágætis menn í þessum
hópi, en eftirminnilegastur, og
er ég fljótur að svara því, er
Torfi Bryngeirsson. Hann er
langeftirminnilegasti maður,
sem ég hef verið með í svona
ferðalögum. Hann er mjög
óvenjulegur maður og á marg-
an máta. Hann gerði ekki
miklar kröfur til líkamlegra
þæginda, matar eða mjúkra
rúma og því um líks eða reglu-
legs svefns. Honum þótti það
vera hégómi að vandræðast
yfir því, þótt eitthvað væri ekki
upp á það besta, sem margir
íþróttamenn eru ákaflega við-
kvæmir fyrir. Einu sinni próf-
aði hann, hvort hann væri hæl-
brotinn, með því að stappa
niður í jörðina, og hann hafði
þessa skemmtilegu venju líka,
að hann var ekki hræddur við
neina útlendinga, en gekk i
kringum þá og tautaði með
sjálfum sér, að þeir gætu ekki
neitt, og þá vantaði alla hörku.
Það var mikill víkingur í hon-
um.“
59