Íþróttablaðið - 01.04.1980, Page 86
Þrír snjallir knattspyrnumenn ÍBK-liðsins á árum áður. Ólafur Júlíusson,
Einar Gunnarsson og Guðni Kjartansson. Óvíst er hvort Ólafur getur
leikið með ÍBK liðinu í sumar, Einar er hættur, og Guðni Kjartansson
orðinn landsliðsþjálfari.
vafamál hvort Gísli Torfason geti
leikið með liðinu en hann verður
í ströngum prófum fram í júní og
getur því ekki hafið æfingar fyrr
en þá. Þá er spurning með
Steinar Jóhannsson og þá Ólaf
Júlíusson og Guðjón Þórhalls-
son, en þeir báðir hafa átt við
þrálát meiðsli að stríða. í hóp
þeirra Keflvíkinga bætast mark-
mennirnir Jón Örvar Arason frá
Reyni í Sandgerði og Sigurbjörn
Garðarsson frá Tindastóli. Nýr
þjálfari mun taka við liðinu en
það er John McCernan, sem er 28
ára gamall Skoti, fyrrverandi at-
vinnumaður í heimalandi sínu og
Bandaríkjunum þar sem hann
þjálfaði einnig. McCernan er
Keflvíkingum ekki með öllu
ókunnur því að hann þjálfaði
yngri flokka félagsins árið 1972.
Keflvíkingar hófu æfingar um
miðjan janúar, undir stjórn
Guðna Kjartanssonar, en
MícCernan tók við um miðjan
mars. „Við erum ekkert sérstak-
lega svartsýnir, þrátt fyrir mikla
blóðtöku," sagði Vilhjálmur
Ketilsson, formaður Knatt-
spyrnuráðs Keflavíkur. Það skal
að lokum tekið fram að Ragnar
Margeirsson mun verða með
Keflavíkurliðinu í sumar.
rosir — runnarosir —
ágræddar rósir —
límgerða- og klifurrósir
runnar cg tré —
hmgerðisplöntur —
fjölærar blómjurtir —
steinhæðajurtir —
Garðyrkjustöðin Grímsstaðir
Heiðmörk, Hveragerði
Símar: 99-4230 og 99-4161