Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 10
ardömu sér við hlið. Ég vélritaði
allt sjálfur.
Fjárhagur íþróttasambandsins
var oft bágborinn og á þessum
árum voru vart til aurar fyrir frí-
merkjum.“
Getur þú rakið fyrir okkur þró-
unina í húsnæðismálum íþrótta-
sambands íslands í stuttu máli?
Nokkru eftir að ég tók við
þessu starfi gekkst íþróttasam-
bandið fyrir bílhappadrætti. Er
skemmt frá því að segja að bíllinn
gekk ekki út og við sátum uppi
með hann. Þá var ákveðið að
leggja verð bílsins til grundvallar
kaupum á húsnæðinu að Grund-
arstíg 2a og þangað fluttum við
árið 1962. Á Grundarstígnum
vorum við í nokkurn tíma en
fluttum þaðan að Suðurlands-
braut 4 H Ben húsið.
Alltaf fór aðstaðan batnandi
en betur mátti ef duga skyldi. Það
var því mikil og stór ákvörðun
þegar ákveðið var 1963 að ráðast
í byggingu íþróttamiðstöðvar-
innar í Laugardal en íþróttasam-
bandið flutti þangað alla starfs-
semi sína árið 1964 nánar tiltekið
um mánaðamótin júlí/ágúst. Með
þessum síðustu flutningum
starfseminnar má segja að alger
bylting hafi orðið í starfssemi ÍSÍ,
og á ég þá aðallega við hina hús-
næðislegu aðstöðu. Fjárhagur
sambandsinn fór stöðugt batn-
andi og var það aðalástæðan fyrir
því að ráðist var í byggingu
íþróttamiðstöðvarinnar. Með sí-
aukinni alhliða starfsemi lá í
augum uppi að fjölga þurfti
starfsfólki og þegar við fluttum
inn var ráðin stúlka í heils dags
starf auk mín. Síðan hefur starfs-
fólk alltaf verið að fjölga og í dag
vinna á vegun íþróttasambands
íslands auk mín þau Bjöm Vil-
mundarson skrifstofustjóri, Jó-
hannes Sæmundsson fræðslu-
fulltrúi, sem vinnur hluta úr
starfi, ein stúlka allan daginn og
tvær stúlkur sem vinna hálfan
daginn. Þetta er starfsliðið.“
Átta tímarnir
nægja mér ekki
Við spurðum Hermann hvort
mikill munur væri á starfshátt-
um hans í dag og frá því sem verið
hefði 1951 og í hverju starfið væri
aðallega fólgið?
„Nei ég get ekki sagt það.
starfið er mjög svipað og það var
1951 en er þó alltaf að verða um-
fangsmeira eins og gefur að
skilja.
Starf mitt sem framkvæmda-
stjóra er aðallega fólgið í eftir-
farandi: Ég undirbý fundi fram-
kvæmdastjómar ÍSÍ, en þeir eru
haldnir vikulega svo og sam-
bandsstjórnar. Þá eru alls kyns
skýrslugerðir snar þáttur í mínu
starfi, svo sem úrvinnsla
kennsluskýrslna. Mikið er um
ferðalög út á land. Héraðssam-
böndin eru 27 innan ÍSÍ og ég
reyni eftir bestu getu að sitja
fundi þeirra. Þá hef ég umsjón
með samskiptum við Norður-
löndin en Bjöm Vilmundarson
sér um aðrar erlendar þjóðir, og
fleira mætti telja til.
Þetta er gríðarlega yfirgrips-
mikið starf og venjulegur vinnu-
dagur, átta klukkustundir nægja
mér engan veginn. Ég er yfirleitt
að í 10—11 tíma á degi hverjum
og þá er eftir að geta tímans sem
fer í ferðalögin út á land en
þangað fer ég oft um helgar.“
38% af íbúum íslands
stunduðu eða störfuðu
við íþróttahreyfinguna
árið 1979
Nú þarf vart að spyrja að því
að á þeim þrjátíu árum sem Her-
mann hefur gengt þessu erilsama
starfi hefur aukning þeirra sem
leggja stund á íþróttir verið gíf-
urleg og af því leiðir að fjölgun
þeirra sem starfa fyrir íþrótta-
hreyfinguna hefur verið ör. Her-
mann var spurður að því hvort
hann hefði einhverjar handbærar
tölur yfir þetta:
Ég á 30 ára afmæli sem fram-
kvæmdastjóri ÍSl þann þriðja
október næst komandi og þegar
þau tímamót nálgast fer maður
ósjálfrátt að líta til baka. Það
hefur orðið gífurleg grundvallar-
breyting í öllu íþróttastarfi frá
1951 er ég tók við. Tölur iðkenda
íþrótta í þessu landi hafa farið ört
hækkandi en þær nýjustu er frá
árinu 1979. Þá voru virkir iðk-
endur íþrótta á íslandi 73.302.
Kennarar og leiðbeinendur voru
2200 og þeir sem störfuðu í
stjórnum félaga, sér- eða héraðs-
sambanda voru 6.279 þannig að í
heildina gerir þetta samtals
81.781 eða um 38% af íbúum
landsins þá. Á þessu sést best hve
starf íþróttahreyfingarinnar er
orðið umfangsmikið.“
Skipulag íþróttahreyf-
ingarínnar frá 1946
hefur staðist tímans tönn
Við vendum okkar kvæði í
kross og röbbum nokkuð um
skipulagsmál íþróttahreyfingar-
innar. Það skipulag sem nú er
starfað eftir er frá árinu 1946 og
er það því orðið um 35 ára
gamalt. Með hliðsjón af mikilli
aukningu iðkenda og ört vaxandi
starfsemi varðandi íþróttir í
landinu í heild spurðum við
Hermann hvort þetta skipulag
hefði staðist tímans tönn.
„Já að mínu mati hefur það
gert það. Það hafa að vísu verið
gerðar nokkrar breytingar á
orðalagi skipulagsins og þess-
háttar smáatriðum en megin-
skipulagið stendur óhaggað eftir
sem áður.
Með setningu íþróttalaga frá
1940 var ákveðið að skipta land-
linu í íþróttahéruð. Síðan voru
hérraðssamböndin stofnuð og
sérsamböndin, sem eru 17 í dag,
voru síðan stofnuð um hinar
ýmsu íþróttagreinar. Æðsti aðili
innan ISÍ er íþróttaþing en það er
haldið annað hvert ár eins og ég
sagði áðan Á milli þessara þinga
fer sambandsstjóm ÍSÍ með
æðsta valdið. I henni eiga sæti
10