Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 11

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 11
STARFSSTÚLKUR ÍÞRÓTTASAMBANDS ÍSLANDS Gígja Árnadóttirstarfsmaðurá skrifstofu ÍSÍ: ,,Líkaralveg Ijómandi vel að vinna hér. “ ,,Ég fylgist betur með íþróttum eftir að ég byrjaði að vinna hér á skrifstofunni," segir Elínborg Magnúsdóttir sem vinnur á skrifstofu ÍSÍ. Edda Jónsdóttir: „Ég veit ekki hvort ég get sagt að áhuginn fyrir íþróttum hafi aukist hjá mér eftir að ég byrjað að vinna hér. Bömin mín eru í íþróttum og ég veit ekki nema að ég viti meira um íþróttir en áður. Ég syndi alltaf öðru hverju og einnig hef ég farið í leikfimitíma. Ég er bú- inn að vinna hér í rúmt ár og mér líkar þetta mjög vel. Það er mjög gaman að vinna hér og starfsfólkið er alveg frábært.“ Elínborg Magnúsdóttir: „Ég hef aldrei æft í þóttir allavega ekki með neinu félagi og á ekki von á því að það breytist með tímanum. Ég fer stundum í sund og á skíði þeg- ar ég get en ég stunda ekki þessar greinar með keppni fyr- ir augum. Ég er búin að vinna fyrir ÍSÍ í eitt og hálf ár og líkar mjög vel hér. Ég get ekki sagt að áhuginn hafi aukist á íþróttum hjá mér eftir að ég byrjaði að vinna hér en ég get sagt að ég fylgist betur með en ella.“ Gígja Árnadóttir: „Ég byrjaði að vinna hér í september 1977 og mér líkar þetta alveg Ijómandi vel. Að- staða hér er mjög góð og starfsandinn er sérstakur. Ég hef nokkuð stundað íþróttir sjálf. Mest hef ég verið í badminton en einnig farið á skíði þegar tækifæri hefur gef- ist. Áhuginn fyrir íþróttum hefur alltaf verið fyrir hendi en ég held að hann hafi aukist eftir að ég byrjaði að vinna hér. Þá á ég við almennings- íþróttir.“ 11

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.